Fara í efni

10 ráð fyrir betra kynlíf - Það er alltaf hægt að gera gott betra.

10 ráð fyrir betra kynlíf - Það er alltaf hægt að gera gott betra.

Sama hver aldur, kynvitund eða kynhneigð, allir geta nýtt smá hjálp í  svefnherberginu (eða öðrum stöðum)  Höldum kynlífinu alltaf spennandi. Við ræddum við kynlífsfræðing til að komast að því hvernig þú getur kryddað kynlífið 

 

 

 

1. Lærðu á líkamann 

Ekki búast við að maki þinn lesi hugsanir. Tilraunir með sjálfsfróun eru lykillinn að því að læra
á sjálfa þig. Taktu síðan það sem þú lærir og miðlaðu því með makanum, hann verður betri í
því að þóknast þér ef þú getur sagt honum hvað þér finnst best. 

2. Finndu út hvað það er sem slekkur á þér  

Margar konur gera sér ekki grein fyrir því að eitt það mikilvægasta sem þú getur gert er að finna
út hvað slekkur á neistanum. Þetta þýðir að í stað þess að reyna að finna og bæta við hlutum sem
kveikja í þér er auðveldara að fjarlægja hluti sem slökkva á þér. Ef til dæmis það er komið að tiltekt
í íbúðinni, þá er ólíklegt að þú sért með hugann við kynlíf. Getur verið gott að byrja á smá tiltekt
til að minnka stress? Að gera litlar breytingar með því að fjarlægja rusl eða hluti sem þér
líkar ekki við getur bætt kynlífið þitt til muna. 

3. Lærðu að koma þínum þörfum á framfæri við maka þinn  

Samskipti er nauðsynlegur þáttur í því að uppfylla frábært kynlíf. Það er nauðsynlegt að miðla,
það er þá sem kynlífið batnar. Þú verður að segja upphátt hvað þér finnst gott og hvað ekki á 
meðan þið stundið kynlíf.  Það er líka gott að ræða eftirá hvað var gott og hverju á að sleppa. 

4. Hreyfing 

Hreyfing hleypir endorfíni og hormónum út í líkamann og hjálpar þér að vera í tengslum við líkamann.  
Hreyfing hjálpar til við að auka löngun, sérstaklega á meðal kvenna.  

5. Haltu sterkri tilfinningalegri nánd 

Að tala saman og halda góðum samskiptum getur haft mikil áhrif á kynlífið. Ef samskiptin eru ekki góð,
þá er nokkuð ljóst að það mun blæða yfir í kynlífið og hafa veruleg áhrif á hvernig þér líður kynferðislega. 

6. Er komin tími á prufa eitthvað nýtt?   

Fólk sem er forvitið og opið fyrir nýrri reynslu er almennt ánægðara með sitt kynlíf.
Vertu opin fyrir nýjum hugmyndum og ekki vera hrædd við að prófa nýja hluti með maka þínum.  

7. Hugarró 

Fólk sem ræktar skynfærin og stundar meðvitað hugarró, nýtur kynferðislegrar ánægju frekar
og hefur meira sjálfsálit. Að finna hlýju sólarinnar, lyktina af vorinu eða hvernig maturinn smakkaðist
er góð hugarró. Ef þig vantar þetta í daglega rútinu, prufaðu að bæta þessu við, þetta eru ekki
róttækar breytingar  en halda huga þínum og líkama að skynfærum þínum og er ómissandi þáttur í nánd. 

8. Leyfðu fantasíum að leika lausum hala 

Að nota fantasíur á meðan á kynlífi stendur eða vera svo heppin að upplifa fantasíur getur
aukið áhuga á kynlífi. Margir leyfa sér ekki að fantasera eða finna til sektar um að vera ekki jafn 
viðstödd með makanum. Það er ekkert athugavert við að láta hugann reika.
Fantasíur er einstakar og er eitt af því sem þú getur gert til að gera kynlífið meira spennandi.   

9. Vertu opin fyrir breytingum 

Margir hafa þrönga sýn á hvernig kynlíf á að vera, en eftir brúðkaupsferðina er mikilvægt að
þróa kynlíf eftir kynferðislegum þörfum. Reyndu að koma með nýjar leiðir til að njóta kynlífs.
Gerðu tilraunir með hugmyndir, vörur eða jafnvel stellingar sem þú hefur ekki prufað eða haft
á dagskránni. Nú ef það gengur ekki vel, þá má bara hlægja að því,
en það er nauðsynlegt að prufa sig áfram.  

10. Settu kynlíf á dagatalið 

Það kann að virðast leiðinlegt að skipuleggja tíma fyrir kynlíf. Pör eru með mismunandi vinnutíma
og blessuð börnin taka mikinn tíma, þá er hætta á að  kynlíf detti á bakvið kæliskápinn. Auðvitað
er frábært þegar kynlífið er spontant, en það er bara stundum ekki tími. Þá er um að gera að
breyta áætluðu kynlífi í atburði. Þannig er hægt að plana og gera eitthvað spennandi.  

Heimild : Healthywomen.org

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?