Fara í efni

HREYFING: Mjög áhrifamikil þegar kemur að verkjum í liðamótum

Regluleg hreyfing getur dregið úr verkjum í ökklum, hnjám, mjöðmum og öxlum.
HREYFING: Mjög áhrifamikil þegar kemur að verkjum í liðamótum

Regluleg hreyfing getur dregið úr verkjum í ökklum, hnjám, mjöðmum og öxlum.

Harvard Health vill meina að skrifa ætti uppá hreyfingu í stað lyfja við verkjum í liðamótum.

Verkir í liðamótum geta rænt þig lífsins gæðum. Ef þú ert t.d hundaeigandi þá fer þig að kvíða fyrir göngum úti með hundinn, þú stundar ekki garðyrkju eins og vanalega eða spilar tennis.

Einfaldir hlutir eins og að komast í gegnum venjulegan dag verður að kvöð vegna sársauka.

Harvard health vill meina að hreyfing sé besta meðalið við liðverkjum. Og með réttum æfingum þá er hægt að draga úr þessum verkjum. Þá er verið að tala um verki í ökklum, hnjám, mjöðmum og öxlum. Sumir halda eflaust að hreyfing muni espa upp verki í liðum, en það er bara ekki rétt.

Hreyfing getur í raun hjálpað þér að losna við liðverki á margan hátt.

Hreyfing eykur styrk og liðleika vöðva og vefja sem tengjast liðamótum. Þegar vöðvar í lærum eru sterkir, sem dæmi þá styðja þeir betur við hnén og þar af leiðandi er miklu minni þrýstingur á liðamótum í hnjám.

Hreyfing léttir á öllum stífleika, sem sjálfur getur verið afar sársaukafullur. Líkaminn var gerður til þess að hreyfa hann. Þegar við hreyfum okkur ekkert þá spennast upp vöðvar, sinar og liðbönd eru fljót að styttast og stífna upp.

En öll hreyfing getur komið í veg fyrir þetta.

Hreyfing heldur einnig líkamanum í kjörþyngd sem einnig dregur úr þrýstingi á liðamótin, eins og hné, mjaðmir og ökkla.

Dagleg hreyfing er líka afar góð fyrir skapið.

Kíktu á Special Health Report frá Harvard Medical Skóla.

Heimild: health.harvard.edu