Í munntóbaki eru 28 krabbameinsvaldandi efni

37% ţeirra sem fá krabbamein í munn eru enn á lífi eftir 5 ár, segir Rolf Hansson tannlćknir sem segir ţess misskilnings gćta ađ reyklaust tóbak sé skađlaust.

Reyklaust tóbak er samheiti yfir ţćr tegundir tóbaks sem tuggnar eru eđa teknar í vör eđa nös. Hér er annarsvegar um ađ rćđa skro, sem eru heil tóbaksblöđ sem eru tuggin, og hins vegar snuff eđa snus en ţá eru blöđin mulin í duft og tekin í nefiđ eđa sett undir vör.

Notkun tóbaks á sér langa sögu. Taliđ ađ notkunin hafi upphaflega hafist í Suđur-Ameríku og ţá í kringum trúarathafnir. Jafnframt greip fólk oft til ţess ađ tyggja lauf tóbaksplöntunnar ţegar hungursneiđ reiđ yfir til ađ slá á verstu hungurverkina. Landnemaferđir Evrópumanna á 16. öld fluttu međ sér tóbakiđ til Evrópu og síđar aftur yfir hafiđ til Norđur-Ameríku. Rćktunarskilyrđi ţar voru víđa ákjósanlegri fyrir tóbaksplöntuna en á suđurhveli jarđar og varđ framleiđslan ţví mikil og náđi tóbakiđ fljótt mikilli útbreiđslu. Fljótlega varđ tóbakiđ orđiđ verslunarvara og ígildi peninga í vöruviđskiptum.

Neysla tóbaks var framan af ađ mestu leyti ţannig háttađ ađ laufblöđin voru ţurrkuđ, pressuđ og síđan skorin niđur í búta og tuggin (skro). Ţó var alltaf eitthvađ af ţví reykt . Í byrjun tuttugustu aldar var vart til sá mannabústađur sem ekki hafđi hrákadall í hverju horni svo neytendur gćtu losađ sig viđ tóbakslitađa hráka og tóbakstuggur. Aukin tćknivćđing á ţeim tímum varđ til ţess ađ auđvelda framleiđslu á sígarettum sem ţóttu mun hreinlegri notkun á tóbaki og jafnframt ,,fínni“. Ţetta ýtti undir notkun ţeirra. Samtímis voru uppi hugmyndir um ađ berklar, sem í vaxandi mćli voru ađ leggja fólk ađ velli, gćtu smitast međ hráka. Ţannig vék notkun munntóbaks ađ mestu fyrir reyktóbaki. Reyktóbak varđ vinsćlla og vinsćlla eftir ţví sem leiđ á tuttugustu öldina. Eftir ađ landlćknir Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu á sjöunda áratugnum ţess efnis ađ reykingar vćru heilsuspillandi hefur neysla reyktóbaks minnkađ en notkun munntóbaks fariđ hrađvaxandi í hinum vestrćna heimi. Tóbaksframleiđendur hafa lagt sitt af mörkum til ađ auka neysluna og beina spjótum sínum ekki síst ađ ungum neytendum. Ţannig hefur notkun munntóbaks rúmlega ţrefaldast á síđustu ţrjátíu árum og eru nú u.ţ.b.. 5.5 milljónir Bandaríkjamanna daglegir neytendur.

Aukning í aldurshópnum 17-19 ára hefur hins vegar fimmtánfaldast á sama tímabili sem er mikiđ áhyggjuefni.

Taliđ er ađ meginástćđa ţess ađ notkunin eykst svona hratt međal ungs fólks sé m.a.:

1. Ţetta er reyklaust efni
2. Auglýsingar framleiđanda beinast ađ ungu fólki
3. Ţetta ţykir ,,töff“ međal gćja.
4. Frćgir íţróttamenn eru oft fyrirmynd
5. Sá misskilningur ađ reyklaust tóbak sé hćttulaust.

Reyklaust já en hćttulaust aldeilis ekki
 !!.

Munntóbak inniheldur allt ađ ferfalt meira nikótín en sígarettur og verđur ţví fíkn í ţađ mikil og talin meiri en ef um reyktóbak er ađ rćđa. Krabbameinsvaldandi efni eru litlu fćrri en í reyktóbaki eđa tuttugu og átta talsins auk fjölda annarra ertandi efna. Ţessi krabbameinsvaldandi efni, eru til stađar í mun meiri magni í munntóbaki og sá sem notar 10 grömm af munntóbaki á dag fćr allt ađ ţrefalt meira af krabbameinsvaldandi efnum en sá sem reykir tuttugu sígrettur á dag.

Afleiđing
Algengasta notkun á munntóbaki nú til dags er ađ setja ţađ undir vörina. Viđ ţađ gulnar litur tanna. Tennur skemmast ţví tóbakiđ er hlađiđ sykri til bragđauka en sykurinn er góđ fćđa fyrir bakteríur. Tannhold bólgnar og gómar rýrna. Bragđ og lyktarskyn minnkar. Ţá veldur tóbakiđ stađbundinni ertingu á slímhúđinni. Slímhúđin ţykknar vegna ertingarinnar og langvarandi regluleg notkun getur orsakađ krabbamein í slímhúđarţekjunni enda eru allt ađ ellefu sinnum meiri líkur ađ fá munnkrabbamein sé um reglubundna notkun munntóbaks ađ rćđa. Eingöngu 37% ţeirra sem fá krabbamein í munn af notkun munntóbaks eru á lífi eftir fimm ár.
Áriđ 1933 varađi landlćknir Bandaríkjanna viđ ţví ađ ef ekki yrđi dregiđ úr notkun munntóbaks međal unglinga yrđi faraldur munnkrabbameina ađ veruleiki eftir nokkra áratugi
Ţađ gćtir mikils misskilnings ađ nota reyklaust tóbak og halda ađ ,,reyklaust sé saklaust“.

Rolf Hansson tannlćknir 

Ţessi grein er fengin af vefnum www.reyklaus.is

Heimild: doktor.is


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré