Fara í efni

Alkóhólismi

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin notar eftirfarandi skilgreiningu um alkóhólisma: „Alkóhólismi er langvinn hegðunartruflun sem einkennist af endurtekinni drykkju alkóhóls sem ekki er í neinu samræmi við venjulega neyslu í samfélaginu og skaðar heilsufar og félagslega stöðu einstaklingsins".
Alkóhólismi er of algent vandamál
Alkóhólismi er of algent vandamál

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin notar eftirfarandi skilgreiningu um alkóhólisma: „Alkóhólismi er langvinn hegðunartruflun sem einkennist af endurtekinni drykkju alkóhóls sem ekki er í neinu samræmi við venjulega neyslu í samfélaginu og skaðar heilsufar og félagslega stöðu einstaklingsins". 

Alkóhólisti drekkur svo mikið að hann er háður áfengi og sýnir merki um geðtruflun og versnandi líkamlega heilsu“. Langvarandi ofneysla áfengis veldur margþættum og alvarlegum vandamálum fyrir neytandann og allt umhverfi hans Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna.  Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari.

Fræðimönnum ber ekki saman um orsök og eðli alkóhólisma en flestir aðilar sem standa að meðferð við honum styðjast við greiningarviðmið handbókar Ameríska geðlæknafélagsins (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fourth Edition: DSM-VI) Samkvæmt DSM-IV má greina alkóhólisma hjá einstaklingi í óeðlilegri áfengisneyslu sem veldur honum verulegri óstarfhæfni og vanlíðan og sem svarar jákvætt þremur eða fleiri af eftirtöldum viðmiðunaratriðum:

  1. Aukið þol sem einkennist annað hvort af :

Þörf fyrir að drekka verulega aukið magn af áfengi til að verða ölvaður eða fá fram þau áhrif sem óskað er.

Áberandi minni áhrifum þegar sama áfengismagn er notað hverju sinni.

  1. Fráhvarf eftir langa og mikla drykkju sem lýsir sér annað hvort með:

Tveimur eða fleiri eftirtalinna einkenna: Skjálfta, svefnleysi, kvíða, óróleika, ofskynjunum, krampa eða ofstarfsemi sjálfráða taugakerfisins, til dæmis svita eða hröðum hjartslætti.

Því að áfengi eða róandi lyf eru notuð til að laga eða forðast áfengisfráhvarf.

  1. Oft er drukkið meira áfengi eða setið lengur að drykkju en ætlað var í fyrstu.
  2. Viðvarandi löngun eða misheppnaðar tilraunir til að draga úr eða hætta neyslu áfengis.
  3. Miklum tíma er eytt í að verða sér út um áfengi, nota áfengi eða jafna sig eftir áfengisneyslu.
  4. Fjölskylda eða vinna er vanrækt vegna áfengisdrykkju eða hætt er við eða dregið úr ýmsum heilbrigðum venjum eða tómstundum.
  5. Áfengisneyslu er haldið áfram þó að viðkomandi geri sér grein fyrir að hún veldur viðvarandi eða endurteknum líkamlegum eða andlegum veikindum.

Nægilegt er að til staðar séu þrjú af þessum viðmiðunaratriðum og alkóhólismi getur þá verið með eða án líkamlegrar vanabindingar. Líkamleg vanabinding er greind þegar til staðar eru viðmiðunaratriði 1 eða 2 eða þau bæði. Greint er á milli ofneyslu áfengis og alkóhólisma.

Fólk sem er ekki alkóhólistar skilja ekki alltaf hversvegna alkóhólisti getur ekki “notað smá viljastyrk” til að hætta að drekka.  En, alkóhólismi hefur í litlu að gera með viljastyrk.  Alkóhólistar eru í greipum sterkrar “ílöngunar” eða stjórnlausri þörf fyrir alkóhól sem er sterkari en geta þeirra til að hætta að drekka. Margir furðu sig á því af hverju sumir einstaklingar geta notað alkóhól án vandræða en aðrir ekki. Ein mikilvæg ástæða er erfðafræðileg.  Vísindamenn hafa uppgötvað að ef þú átt alkóhólískan ættingja eru meiri líkur á,  að ef þú ákveður að drekka þá þróir þú alkóhólisma.  Erfðaþátturinn er þó ekki allur sannleikurinn.

Í dag trúa vísindamenn að ákveðnir þættir í umhverfi fólks hafi áhrif á það hvort einstaklingur í erfðafræðilegum áhættuhópi muni einhvern tímann þróa sjúkdóminn.   Áhætta einstaklings fyrir þróun alkóhólisma getur aukist að teknu tilliti til umhverfisins, meðtalið hvar og hvernig hann eða hún lifir.  Einnig eftir fjölskyldu, vini, og menningu,  þrýstingi jafningja og jafnvel eftir hversu auðvelt aðgengi er að alkóhóli.Á síðasta áratug hafa framfarir í taugalífeðlisfræði og aukin þekking á starfsemi heilans smám saman dregið úr ágreiningi heilbrigðisstarfsmanna um eðli áfengis- og vímuefnafíknar.

Fordómar fyrirfinnast þrátt fyrir aukna þekkingu á málefninu og hafa löngum verið áberandi þegar alkóhólismi er til umræðu. Þolmyndun gagnvart alkóhóli er mjög mikil. Þeir sem drekka oft og mikið verða fyrir mun minni áhrifum en þeir sem drekka sjaldan. Talið er að þetta þol stafi af breytingum á frumuhimnum sem umlykja heilafrumurnar og breytingum á viðbrögðum við boðefnum.  Vegna þessara breytinga myndast ekki bara áfengisþol heldur getur líkaminn aðlagast alkóhólinu og orðið háður því þar sem heilinn getur ekki unnið eðlilega nema að hafa áfengi.  Þess vegna koma fram fráhvarfseinkenni ef neyslu er skyndilega hætt.

Algengasta fráhvarfseinkennið er ofurörvun sem einkennist af skjálfta, kvíða, pirringi, svefnleysi, útvíkkuðum sjáöldrum, svitnun og hröðum hjartslætti.

Alvarlegri fráhvarfseinkenni eru krampar, ofskynjanir eða titurvilla (Delerium tremens).  

Alkóhól verkar slævandi á taugakerfið og hægir á og truflar starfsemi heila.  Ekki eru þó allir hlutar heilans jafnnæmir fyrir áhrifum þess. Litlir alkóhólskammtar duga til að slæva þann heilahluta sem stjórnar hömlum. Þess vegna losnar um hömlur og gerir þessi eiginleiki það að verkum að sumir álíta alkóhól vera örvandi efni.

Eftir því sem meira er innbyrt af áfengi slævast fleiri heilastöðvar og þar á meðal þær sem stjórna grundvallar líkamsstarfsemi.

Eftir neyslu mjög stórra skammta verður öndunarstöðin fyrir áhrifum og hætta er á öndunarstöðvun og þar með dauða.

Notkun alkóhóls veldur bæði andlegum og líkamlegum breytingum hjá þeim sem þess neyta. Hversu mikil áhrifin verða fer til dæmis eftir magni þess sem er innbyrt, stærð og þyngd einstaklingsins, hvort drukkið er á fastandi maga eða ekki, hvort viðkomandi er vanur áfengisneyslu og síðast en ekki síst geta erfðir haft sitt að segja um hversu mikil áhrif áfengi hefur. Ef einstaklingur drekkur sjaldan, í hófi og nærist vel eru litlar líkur á að líkaminn beri skaða af. Ef hins vegar er drukkið mikið og reglubundið fer líkaminn smám saman að gefa sig.

Stöðug ofdrykkja getur valdið verulegum skemmdum á taugakerfinu og þá sérstaklega heila. Það getur lýst sér í breytingum á tilfinningaviðbrögðum einstaklingsins, persónuleika hans og viðhorfum, hæfileikinn til að læra nýja hluti getur minnkað og minni hrakað. 

Áfengi hefur ekki einungis áhrif á heilann heldur nánast alla líkamshluta.
Áfengis og vímuefnaneysla er án efa eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkar Íslendinga og sýnir samantekt Hagstofunnar að dauðsföll vegna neyslu megi áætla rúmlega einn einstaklingur í hverri viku sem lætur lifið af völdum beinnar eða óbeinnar neyslu.  Annað sem er ekki síður alvarlegt er að samkvæmt bandarískum tölum þá er um 18% bandaríkjamanna 12 ára og eldri sem drekka óhóflega og við má bæta að aðrar tölur segja að í kring um hvern alkóhólista séu að meðaltali 4 aðstandendur sem skaðast að einhverju leiti af fíklinum.  

Afleiðingarnar eru víðtækar, ekki bara á fíkilinn sjálfan heldur á fjölskyldu, vinin, ættingja og alla þá sem alkóhólistinn á í náum tengslum við meðan hann er virkur.

Heimildir: lausnin.is