Fara í efni

Aldur og áfengi: Varasöm blanda

Flestir drekka minna af áfengi eftir því sem þeir eldast.
Aldur og áfengi: Varasöm blanda

Flestir drekka minna af áfengi eftir því sem þeir eldast. Hins vegar eru sumir sem halda uppi sömu drykkjuvenjum í gegnum lífið og áfengi verður jafnvel að vandamáli í fyrsta sinn hjá eldra fólki.

Það er margt sem getur verið að hafa áhrif á eldra fólk, eins og t.d  minni tekjur, heilsubrestur, einmannnaleiki, vinir og fjölskyldumeðlimir farni að falla frá. Þessar ástæður geta leitt til þess að eldra fólk sem drekkur áfengi fer að þróa með sér drykkjuvandamál til þess að deyfa tilfinningar.

Nokkra þætti ber að huga vel að varðandi áfengisneyslu og aldurs og hvaða áhættu verið er að bjóða heim. Þó þú neytir einungis áfengis í hófi.

Þegar við eldumst þá hægist á brennslunni í líkamanum sem gerir það að verkum að áfengi er lengur til staðar í blóðinu en hjá yngra fólki.

Eldri einstaklingur drekkur sama magn af áfengi og manneskja sem er töluvert yngri en magn áfengis í blóði eldri einstaklingsins mælist hærra en hjá þessum yngri.

Þetta þýðir að bjórinn sem þú gast drukkið án vandamála þegar þú varst á þrítugsaldrinum hefur meiri áhrif á þig á sjötugsaldrinum.

Þegar við eldumst þá fer ýmislegt að „bila“ í líkamanum. Sjónin er ekki eins góð, jafnvel er heyrnin farin að hraka líka og viðbragð líkamans er mun hægara en hjá ungu fólki.

Allt þetta hefur áhrif á áfengisneyslu þeirra sem eldri eru.

Þessar breytingar á líkamanum geta gert það að verkum að þig svimar eða þú hefur á tilfinningunni að þú sért mun ölvaðri en þú í raun ert og eftir lítið magn af áfengi ertu farin að finna verulega á þér.

Útkoma getur haft í för með sér margskonar vandamál. Má nefna föll vegna áfengisneyslu. Einnig getur neysla áfengis haft verulega slæm áhrif á blóðþrýstinginn og þú gætir þróað með þér magasár.

Þar að auki þá eru eldri borgarar ansi oft að taka inn margskonar lyf, og að blanda saman áfengi og lyfjum er eitthvað sem enginn ætti að gera. Svona blanda er hættuleg og getur verið banvæn.

Fíkn er skelfileg, við getum öll verið sammála um það.

Góðu fréttirnar eru þær að það eru margar meðferðir sem eru að virka vel þegar kemur að því að losa sig við fíknina. Má nefna að fara í meðferð, stunda jóga og hugleiðslu, sjúkraþjálfun og lyf.

Grein þýdd frá Health beat, Harvard Medical School.