Fara í efni

Að kunna meta litlu skrefin í átt að betra lífi.

Að mæta í ræktina gefast aldrei upp og brosa bara yfir öllum litlu skrefinum. Virða sjálfan sig af verkum og hrósa fyrir þótt ekki nema agnalítil skref.
Heilsan er mér svo mikilvæg.
Heilsan er mér svo mikilvæg.

Góðan daginn.

Jæja þá eru komnir nokkrir dagar síðan að ég kom heim .
Búin að fara á kröftugar æfingar síðan þá.
Núna held ég að ´ég geti með sanni sagt að ég sé með harðsperrur í öllum líkamspörtum.
Alveg að fíla það....er samt pínku sárt.
En samt þessi góði sárauki því þá veit ég að líkaminn er að lifna við :)

Afhverju að vera pína sig svona?
Og afhverju að vera alltaf með matinn á hreinu?
Afhverju alltaf hollt ?

Jú því ég ætla ekki að enda í þessum sporum aftur eins og á fyrri myndinni.
Ef að ég leggst í smá pirring og finnst allt ómögulegt og ekkert gangi með vigtina skoða ég þessa mynd.
Handónýt af þreytu, verkjum, uppgefin á sál og líkama.
Svo smá harðsperrur og stingir ekkert miðað við það að geta ekki staðið undir sjálfri sér.

Hreinlega eignast annað líf.
Og virða öll smáu skrefin :)
Á seinni myndinni er ég í gallabuxum.
Var búin að þrá að eignast svona gallabuxur í mörg ár.
Iss passaði ekki í neinar.
Síðan fann ég þessar og alsæl.
Talandi um lítil skref.
Þær smellpössuðu.
En í Brighton byrjuðu buxurnar að reyna skríða niður.....og viti menn kraftarverkin gerast ég þurfti að stoppa í næstu búð og kaupa belti.
Ég hef aldrei notað belti 
Og vá hvað það var mér mikið kvíða efni að finna belti og ath. hvort passaði um mittið á mér...ætlaði ekki að þora máta 
Laumaði mér út í horn á búðinni og mátaði.
Júpp ég er stoltur eigandi af geggjað flottu leðurbelti í st. L 
Og ekki með í minnsta gatinu...neibb gat dregið aðeins í :)
Það eru svona moment sem gefa þessu öllu lit 
Að gefast ekki upp.
Vigtinn haggast ekki þótt beltið sé núna alveg möst.
Það eru breytingarnar á líkamanum.
Að mæta í ræktina gefast aldrei upp og brosa bara yfir öllum litlu skrefinum.
Virða sjálfan sig af verkum og hrósa fyrir þótt ekki nema agnalítil skref.

SKAL-VIL-GET er ennþá sem ljósapera aftast í hnakkanum á mér 
Aldrei gefast upp.

Njótið dagsins.