Fara í efni

Vivus - Astmaþrek

Vivus - Astmaþrek

Þjálfari námskeiðsins er Steinunn Þórðardóttir sjúkraþjálfari. Steinunn þekkir það vel á eigin skinni að vera með astma en hún var sérstaklega slæm sem barn en það dróg heilmikið úr einkennum þegar hún uppgvötaði hreyfingu. Vegna áhuga á málefninu fjallaði BS verkefni hennar í sjúkraþjálfnunar námi um kosti hreyfingar fyrir astma veik börn og þá sérstaklega í formi hópþjálfunar. Að auki hefur hún komið að þjálfun unglinga í íþróttum með astma.

Einstaklingum með astma er ráðlagt að hreyfa sig til að halda astma í skefjum, en til þess að það geti gerst þarf leiðsögn og þessi börn þurfa að upplifa sig örugg. Í skipulögðu íþróttastarfi þurfa þessi börn oft að fylgja skipulagi sem hentar einstaklingum með astma illa og getur jafnvel ýtt undir astmaköst. Þetta verður að vítahring þar sem upplifunin af hreyfingu verður neikvæð og dregur jafnvel úr áhuga barna. Við það minkar þol og um leið getur astminn aukist. Rannsóknir stiðja þó að börn með astma þola töluverða áreynslu fái þau réttar leiðbeiningar.

Á námskeiðinu fá börnin færi á að finna sín eigin mörk í öruggu rými, finna gleði við hreyfingu og bæta lífsgæði með því að ná valdi á astma sínum.

Námskeiðinu fylgir einnig fræðsla til foreldra og að auki fá börnin fræðslu um verkfæri sem þau geta tekið með sér í aðra hreyfingu.