Clyx gegn einmanaleika í Elliðárdalnum 11.10 kl. 11

Í þessari viku mun fara í loftið á Íslandi „Social app“ sem heitir Clyx.
Clyx var þróað af ungri hollenskri konu, Alyx van der Vorm, sem var nemandi við Harvard háskóla en kveikjan af appinu var að Alyx upplifði sig einmana þrátt fyrir að búa á stóru háskólasvæði, innan um mörg þúsund manns og vildi finna leið til að bæta eigin stöðu og hjálpa öðrum til þess sama.
Markmiðið með Clyx er að styðja við fólk sem glímir við einmanaleika, búa til ný vinasambönd og sameina fólk með sömu áhugamál. Komið hefur fram í rannsóknum síðustu ára að sífellt fleiri upplifi sig einmana og oft er talað um einmanaleika sem faraldur.
Harvard var fyrsti háskólinn til þess að gera samning um notkun Clyx fyrir nemendur sína og í kjölfarið hafa fylgt fjölmargir bandarískir háskólar en Clyx leggur áherslu á gott samstarf við menntasamfélagið og fyrirtæki.
Clyx er eins konar samfélag þar sem boðið verður upp á viðburði sem eiga að henta öllum sama hver áhugamálin eru. Þannig getur fólk komist í samband við aðra með sömu áhugamál og byggt um nýjan vinskap.
Opnunarviðburður Clyx á Íslandi verður hlaup/ganga í Elliðaárdal og fer það fram laugardaginn 11. október nk. og hefst kl. 11. Ræsing verður á svæðinu neðst í Elliðaárdal rétt fyrir ofan gömlu rafveitustöðina og Kaffihúsið.
Takmarkað magn er af bílastæðum og er fólk hvatt til að nota almennings samgöngur eða ganga eða hjóla á staðinn.
Á opnunarviðburðinum veður lögð áhersla á að allir geti komið saman, bæði þeir sem vilja njóta notalegrar göngu í fallegu umhverfi en einnig þeir sem æfa hlaup reglulega. Gott aðgengi er fyrir fatlaða í Elliðaárdal og því ættu allir að geta tekið þátt.
Frítt er inn á viðburðinn og engin tímataka verður í hlaupinu/göngunni en skráning verður opnuð inni á www.netskraning.is