Fara í efni

Vinsælustu uppskriftir ársins 2014 frá heilsumömmunni

Jæja, þá er að bretta upp ermarnar og halda áfram, búin að vera í fríi frá blogginu og fésbókarsíðunni frá miðjum desember. Þetta er búin að vera yndislegur tími með fjölskyldu og vinum en samt er nú alltaf líka notalegt á vissan hátt þegar hverdagslífið tekur við með rútínunni.
Vinsælustu uppskriftir ársins 2014 frá heilsumömmunni

Góðan daginn, 

Jæja, þá er að bretta upp ermarnar og halda áfram, búin að vera í fríi frá blogginu og fésbókarsíðunni frá miðjum desember.  Þetta er búin að vera yndislegur tími með fjölskyldu og vinum en samt er nú alltaf líka notalegt á vissan hátt þegar hverdagslífið tekur við með rútínunni.

Ég þakka ykkur öllum fyrir samfylgdina á síðasta ári, takk fyrir öll skilaboðin, kveðjurnar og sögurnar sem þið hafið sent mér.  Það er það allra skemmtilegasta og gerir alla vinnuna þess virði þegar ég fæ sögur frá ykkur um það hvernig ykkur hefur tekist að bæta mataræðið og séð breytingu á líðan ykkar eða annarra fjölskyldumeðlima.

Ég tók saman 10 vinsælustu uppskriftirnar sem birtust á síðasta ári á síðunni og ætla að deila með ykkur.

1. Sykurlaus eplakaka - þessi birtist á blogginu í upphafi árs, allir í miðju janúar átaki og tóku fegins hendi við uppskrift af sykurlausri eplaköku.  Hún er reyndar ekki alveg sykurlaus þegar karamellusósunni er bætt við en góð er hún.

g 

2.  Heimatilbúið Corny - Það eru greinilega fleiri en ég sem fannst snilld að uppgvöta heimagerða corny-ið.

s

3. Súkkulaðihnetusmjörs-æði -  Einfalt og gott þegar manni langar í eitthvað djúsí...heimagert súkkulaði með hnetusmjöri, getur ekki klikkað.

s

4. Morgungrautur í krukku -  2014 er árið þegar krukkugrautarnir slóu í gegn, þessi uppskrift er ein af mörgum góðum sem ég nota, spurning að reyna að taka fallegri mynd á árinu.

s

5.  Hnetuhrískex - Laugardagsnammi sem okkur fjölskyldunni þykir mjög gott.  Gaf Fréttablaðinu uppskriftina í eitt laugardagsblaðið.

d

6. Ofurnammi með ofurkurli - Ofurnammi hljómar greinilega vel.

d

7. Súkkulaði chia grautur -  Súkkulaði í morgunmat...MMmmmmmm.

d

8. Karamellustykki  - Eurovision nammi.

d

9. Súkkulaði sæla - ofurmorgunverður fyrir sælkera - Þriðja morgunverðarhugmyndin á listanum, já ég var svolítið mikið að einbeita mér að morgunverðinum á árinu.

d

10. Sykurlaust súkkulaðimúslí - Múslí eða nammi ?  Það er góð spurning   Þvílík snilldar uppskrift sem ég er ánægð með að hafa fengið upp í hendurnar.
d
 
Ég setti ekki inn á listann þær uppskriftir sem komust inn á topp-10 en birtust ekki á árinu.  Það eru nokkrir winnerar sem komast á listann ár eftir ár og má þá nefna:
 
Snickerskakan (önnur mest skoðaðasta uppskriftin á þessu ári)
g
 
Bountybarinn (fjórða vinsælasta uppskriftin á blogginu á árinu)
n
 
Döðlukakan (áttunda vinsælasta uppskriftin á blogginu á árinu)
h
 

Þessar kökur voru allar á listanum í fyrra og ég verð ekki hissa þó að þær verði á lista næsta árs líka. 

Þemað á vinsælustu uppskriftum ársins eru klárlega bakstur, nammi og morgunverður...spurning að setja smá kraft í kvöldverðarflokkinn á árinu sem er að koma, hann hefur orðið svolítið útundan, kannski af því að sá tími þegar maturinn er að koma á borðið einkennist af örlitlum hasar og því minni tími fyrir myndatökudúllerí 

Þetta var skemmtilegt ár og vonandi að það næsta verði bara enn skemmtilegra    Ég hlakka til að fá að deila með ykkur hugmyndum, uppskriftum og annarri hvatningu á árinu 2015.

Kveðja,

Heilsumamman