Viltu léttast? Drekktu hálfan líter af vatni fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat

Höfundur Kristján Kristjánsson
Höfundur Kristján Kristjánsson

Ef ţú drekkur hálfan líter af vatni, ţrisvar á dag, ţá getur ţađ hjálpađ ţér ađ léttast. Ţetta eru niđurstöđur nýrrar rannsóknar og segja vísindamennirnir á bak viđ hana ađ ţađ góđa viđ ţetta sé hversu einfalt ţetta er.

Á vefsíđu Birminghamháskóla kemur fram ađ vísindamenn viđ skólann hafi rannsakađ áhrif vatnsdrykkju á ţyngd fólks. Helen Parretti og samstarfsfólk hennar fylgdust međ 84 einstaklingum, sem glímdu viđ ofţyngd, í 12 vikur og ráđlögđu ţeim um matarćđi og hreyfingu. Helmingur ţátttakendanna var látinn drekka hálfan líter af vatni fyrir ţrjár mikilvćgustu máltíđir dagsins, morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Hinir áttu ađ sannfćra sig um ađ ţeir vćru saddir áđur en sest var ađ borđum.

Á 12 vikum léttist fólkiđ í vatnsdrykkjuhópnum 1,3 kílóum meira ađ međaltali en fólkiđ í hinum hópnum. Á vefsíđu Birminghamháskóla er haft eftir Parretti ađ ţađ geti skipt miklu máli fyrir fólk ađ léttast um nokkur kíló aukalega á einu ári. Í tengslum viđ meiri hreyfingu og hollara matarćđi geti vatnsdrykkjan veriđ góđ viđbót.

Vísindamennirnir segja ađ ţađ sem um er ađ rćđa sé ađ drekka hálfan líter af vatni fyrir hverja ţessar ţriggja máltíđa, samtals 1,5 lítra á dag en ekki eigi ađ drekka eins mikiđ vatn og hćgt er fyrir hverja máltíđ en of mikil vatnsdrykkja getur veriđ hćttuleg.

Norska ríkisútvarpiđ hefur eftir Christian A. Dreveon, prófessor í nćringarfrćđi viđ Oslóarháskóla, ađ ţađ geti veriđ gott ráđ ađ drekka hálfan líter af vatni fyrir máltíđirnar. Hann sagđi ađ vatnsdrykkjan auki mettunartilfinninguna međ ţví ađ víkka magann. Áđur hafi veriđ mćlt međ ţessari ađferđ en nú hafi vísindamenn rannsakađ ţetta á vísindalegan hátt og niđurstađan sé mjög gagnleg.

Bćđi Drevon og vísindamennirnir viđ Birminghamháskóla segja ţó ađ međ tímanum muni áhrif vatnsdrykkjunnar ţó vćntanlega minnka ţví ekki sé auđvelt ađ blekkja líkamann til lengdar en vatnsdrykkja geti veriđ mikil hjálp fyrir ţá sem eru einbeittir í ţví ađ léttast.

Drevon benti á ađ áhrifaríkasta leiđin til ađ léttast sé ađ borđa ekki of mikiđ, borđa hollan mat og auka hreyfingu.

Birt í samstarfi viđ

 

 

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré