Fara í efni

Vikumatseðill - Eggaldin í parmesanhjúp með tómat og basil

Það er óhætt að segja að kjúklingur,fiskur og bananar komi mikið við þessa vikuna enda er úr nægu að taka inn á uppskrifta síðum okkar. Ef þig langar að deila uppskriftum með lesendum okkar endilega sendu mér tölvupóst (sjá netfang hér fyrir ofan) ásamt mynd af herlegheitunum.
Spennandi vika framundan
Spennandi vika framundan

Það er óhætt að segja að kjúklingur,fiskur og bananar komi mikið við þessa vikuna enda er úr nægu að taka inn á uppskrifta síðum okkar.  Ef þig langar að deila uppskriftum með lesendum okkar endilega sendu mér tölvupóst (sjá netfang hér fyrir ofan)ásamt mynd af herlegheitunum.  

Morgunverður

Gula bomban

Innihald:

  • 2 frosnir bananar
  • 2 msk macaduft
  • 2 msk chiafræ
  • ½ - 1 tsk turmeric krydd
  • 1 mangó
  • 1 bolli kókosvatn (eða venjulegt vatn) 

Aðferð:

Allt sett í blandara.  Skreytt með gojiberjum og mórberjum.

Kvöldverður

Pestó kjúklingur að hætti Sollu á Gló

  • 800 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 6 stk hvítlauksrif, pressuð
  • 1 stk ferskur rauður chili, steinhreinsaður og smátt saxaður
  • safinn og hýðið af 1 sítrónu
  • 1 búnt basil, gróft saxað
  • 25 g ristaðar furuhnetur, gróft saxaðar
  • 25 g parmesan, rifinn
  • Basil og klettasalatspestó:
  • 25 g ferskt basil
  • 25 g klettasalat
  • 1 stk límóna, notið safinn 
  • 1 stk stórt eða 2 minni 
  • hvítlauksrif, pressuð
  • 2 dl góð lífræn ólífuolía eða önnur kaldpressuð olía
  • 25 g ristaðar furuhnetur
  • 25 g ristaðar kasjúhnetur
  • ½–1 tsk salt
  • nokkrar rifnar parmesanflísar til að strá yfir kjúklinginn áður en borið er fram
 
Kjúklingurinn: Hvítlaukur, chili, sítrónusafi, sítrónuhýði, basil, hnetur og rifinn parmesan sett í skál og blandað vel saman Nuddið kjúklingalærin upp úr kryddleginum og látið liggja í um 2 klst. Best er þó að setja í marineringu kvöldinu áður og leyfa þeim að liggja í henni inni í ísskáp þar til næsta kvöld. Þá verður kjúklingurinn ómótstæðilegur. Setjið í eldfast mót og inn í heitan ofn og steikið við 200°C í 10 mín., snúið kjúklingnum og haldið áfram að steikja í aðrar 10 mín. Hellið soðinu af kjúklingnum (geymist til seinni tíma nota), dreifið pestóinu yfir kjúklinginn, stráið yfir hann parmesanflísum og berið fram. Pestó: Byrjið á að setja hneturnar í matvinnsluvélina og létt saxa þær niður, setjið í skál. Látið svo basil og klettasalat í matvinnsluvélina ásamt límónusafa og hvítlauk, hellið ólífuolíunni varlega út í og maukið, hellið í skálina með hnetunum og hrærið saman. Bragðið til með salti.
 

Morgunverður

Atvinnumaðurinn með allt á hreinu

Hráefni: 

  • 1 grænt íslenskt potta- eða pokasalat
  • 2 stönglar sellerí með laufunum
  • 2 meðalstórar gulrætur
  • ½ agúrka
  • ½ hnúðkál eða rófa
  • 1 avókadó
  • 2,5 cm engifer
  • 2 græn epl
  • 0,5 lítrar kalt vatn og handfylli klakar

Allt sett í blandara og blandað vel.

Kvöldverður

Eggaldin í parmesanhjúp með tómat og basil

  • 1 stórt eggaldin
  • 2 egg, pískuð
  • Smá heilhveiti
  • Brauðrasp
  • Ferskur parmesan, fínt rifinn til helminga við brauðrasp
  • Salt/pipar

Aðferð
Byrjum á því að skera eggaldinið í sneiðar og salta á báðum hliðum. Svo tökum við sneiðarnar til hliðar og leyfum saltinu að draga vökva úr því,  þetta tekur ca. 10 mínútur. Svo þurrkum við sneiðarnar með pappír og leggjum sneiðarnar í heilhveiti svo það loði við á báðum hliðum. Þar næst leggjum við sneiðarnar í eggjablönduna og að lokum í brauðrasp og parmesan, sem er blandað saman til helminga.
Olía hituð á pönnu og sneiðarnar steiktar í ca. 2 mínútur á hvorri hlið. 

Tómatbasilsósa

  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 1 box basil
  • 1 dós tómatar
  • 10  sólþurrkaðir tómatar
  • 4-5 hvítlauksrif
  • Salt/pipar

Aðferð
Olían er  hituð í potti og laukurinn svitaður í henni. Því næst er tómötum og hvítlauk bætt útí og látið malla við vægan hita í 10 – 12 mínútur, svo maukað með töfrasprota. Að lokum er er basil bætt útí.

Morgunverður

Grunnur að morgungraut

Innihald: 

  • 1-2 dl tröllahafrar (e.t.v. glútenlausir) 
  • 1/2 dl chiafræ 
  • möndlumjólk (helst heimagerð
  • kanill 
  • vanilluduft 
  • salt.

Setjið allt saman í skál og látið liggja í bleyti helst yfir nótt. Mjólkin á rétt að fljóta yfir.  Ég geri mér stundum svona morgunmat. Hægt er að leika sér fram og tilbaka með því að bæta við ávöxtum og alls kyns fræjum en þetta er amk. grunnurinn.  Hann er ekki tilbúinn hér á myndinni heldur tilbúinn í ísskápinn fyrir nóttina.

Kvöldverður

Lax í ofni með sítrónugrasi, engifer og chili

  • 1 kg laxaflak 
  • ½ búnt ferskt kóríander (blöðin)
  • 3 cm engiferrót, afhýdd og skorin í eldspýtur
  • 2 stk stór hvítlauksrif, afhýdd og skorin í þunnar sneiðar
  • 1 stilkur sítrónugras, skorinn í þunnar skásneiðar
  • 1 stk rauður chili, kjarnhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar
  • 2½ dl ljóst Amé (drykkur sem fæst í heilsu­ búðum og stórmörkuðum, má nota hvítvín)
  • 2 msk ólífuolía
  • salt og nýmalaður svartur pipar 

Dressing:
  • ¼ stk agúrka, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í fína teninga 
  • 4 msk ristuð sesamolía
  • 6 msk fiskisósa
  • 1½ dl vatn með 1 msk af lífrænum grænmetiskrafti 
  • 1½ msk dökkt agave eða hunang
  • ¼ stk lítill chili, skorinn í þunnar sneiðar
 
Lax: Laxinn er settur í eldfast mót. Engifer, kóríander, hvítlauk, sítrónugrasi og chili er dreift yfir flakið. Amé-inu og ólífuolíu er hellt yfir og kryddað með salti og pipar. Setjið álpappír eða lok yfir og bakið í ofní í 20–25 mín. við 180°C. 

Dressing: Hrærið innihaldinu saman og hellið yfir laxinn rétt áður en hann er borinn fram.
 

Morgunverður

Hafragrautur með karamelluseraðri Döðluplómu (Glútein frír og Vegan)

Hráefni:

  • 2 litlar döðluplómur (þessar sem líta út eins og tómatar)
  • 1 tsk kókós olía
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk balsamic vinegar

Hafragrauturinn:

  • hálfur bolli hafrar
  • 1 bolli vatn
  • 1/3 bolli möndlumjólk
  • 1 tsk kanill
  • 1 til 2 dropar af Stevia
  • 1 msk hemp fræ (eða fræ að eigin vali)

Matreiðslan:

Settu hálfan bolla af höfrum saman við 1 bolla af vatni og eldaðu í örbylgjuofni í 7 mínútur og hrærðu saman, láttu eldast í aðrar 2 mínútur. Má einnig elda á eldavél í potti í 15 mínútur á meðal hita og hræra stöku sinnum.  Bættu  svo 1/3 bolla af möndlumjólkinni, 1 tsk af kanil og dropa af Stevia og hrærðu saman við.

Skerðu döðluplómurnar í litla bita.

Settu 1 tsk af kókósolíu á pönnu á meðal hita.  Bættu döðluplómunum saman við ásamt balsamic vinegar og kanil. Má bæta við meiri kanil eftir smekk.  Látið malla í 3 til 4 mínútur og snúði bitunum við og eldið í aðrar 3 til 4 mínútur.  Slökktu á hitanum.  Bættu hemp fræjum eða fræjum að eigin vali ofan á hafragrautinn og síðast en ekki síst, settu döðluplómubitana ofan á toppinn.  Þetta er afar sætt og gott á bragðið án þess að nokkur sykur komi hér nálægt.

Kvöldverður

Pestóbaka með bökuðu grænmeti

Skelin:

  • 3 dl hveiti
  • 125 g smjör, kalt úr ísskáp
  • 2 msk kalt vatn

Blandið hveiti og smjöri saman í grófa mylsnu í matvinnsluvél, með gaffli eða með fingrunum. Bætið vatninu saman við og vinnið snögglega saman í deig. Þrýstið deiginu í botn á 24 cm bökumóti með lausum botni og stingið yfir bontinn með gaffli. Látið standa í ísskáp í 30 mínútur.

Fyllingin:

  • 2 paprikur, gul og rauð
  • 2 rauðlaukar
  • 1 kúrbítur
  • 1 msk ólívuolía
  • salt
  • svartur pipar
  • 3 egg
  • 2 dl mjólk
  • 1 dl pestó

Hitið ofn í 250°. Skerið paprikur í bita, rauðlauk í þunna báta og kúrbít í sneiðar. Setjið á ofnplötu, dreypið ólívuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í miðjum ofni í 15-20 mínútur.  Hrærið saman eggjum, mjólk og pestó.  Þegar grænmetið hefur bakast er ofnhitinn lækkaður í 200°. Forbakið bökuskelina í miðjum ofni í um 10 mínútur. Setjið þá grænmetið í botninn og hellið eggjablöndunni yfir. Bakið í miðjum ofni í 35-40 mínútur.  Berið bökuna fram með góðu salati og jafvel salami, hráskinku og ólívum.

 

Morgunverður

Banana og engifer smoothie

Hráefni:

  • 1 banani – skorinn í sneiðar
  • ¾ bolli af vanilla jógúrt
  • 1 msk af hunangi
  • ½ tsk af rifnu engifer

Blandaðu saman banana, jógúrt, hunangi og engifer og settu í blandarann þinn. Láttu hrærast vel saman.

Kvöldverður

  • um 600 g þorskur (eða ýsa)
  • 1 dl raspur
  • 100 g rifinn ostur
  • 1 hvítlauksrif
  • 2 msk fínhökkuð steinselja
  • salt og pipar
  • smjör

Hitið ofninn í 150°. Leggið fiskinn í smurt eldfast mót. Saltið og piprið. Blandið raspi, rifnum osti, steinselju og pressuðu hvítlauksrifi saman og setjið yfir fiskinn. Setjið smjör yfir, annað hvort brætt smjör sem er dreift yfir eða skerið sneiðar (t.d. með ostaskera) og leggið víðs vegar yfir rasphjúpinn. Bakið í um 10 mínútur, hækkið þá hitann í 200° og bakið áfram í 5 mínútur til að rasphjúpurinn fái fallegan lit.

Morgunverður

Ferskju smoothie

Hráefni:

  • 2 msk af fitulausum vanillu jógúrt
  • ½ bolli af frosnum ferskjum
  • ½ bolli af jarðaberjum
  • 1/8 tsk af engiferdufti
  • 2 tsk af prótein dufti
  • Og klakar

Settu í blandarann mjólk, jógúrt og prótein duft og láttu blandast vel. Bættu svo restinni af hráefnum við ásamt klökum. Láttu þetta blandast vel saman og drekkið.

Kvöldverður

Kóngasveppasúpa

  • 1 stk. gulrót, skorin í teninga 
  • 1 stk. sellerístöngull, skorinn í teninga 
  • 1 stk. laukur
  • 4 stk. hvítlauksgeirar, fínt skornir 
  • 50 g smjör 
  • 300 g kóngasveppir
  • 2 stk. litlir blaðlaukar, hreinsaðir og saxaðir 
  • 25 g hveiti 
  • 1 lítri kjúklingasoð (ten. + vatn) 
  • maldon salt 
  • pipar 
  • ólífuolía 
  • 200 ml rjómi
 
Leggið kóngasveppi í bleyti í 30 mín. Kreistið vatnið úr sveppunum og saxið. Geymið vatnið. Hitið olíu í potti. Setjið gulrót, sellerí og lauk út í og eldið við vægan hita í 15 mín., án þess að brúna. Bætið hvítlauk og kóngasveppum út í pottinn og eldið áfram í um 5 mín. Blandið hveiti út í súpuna og hrærið vel í pottinum. Hellið kjúklingasoði út í og hrærið vel saman við. Sjóðið súpuna í 15 mín. og kryddið með salti og pipar. 

 

Morgunverður

Grísk jógúrt með chiafræjum

Innihald: 

  • 350 g grísk jógúrt 
  • 4 msk tröllahafrar 
  • 3 msk chiafræ 
  • 1/2 dl kalt vatn 
  • 1-2 msk jarðarberjasulta.
  1. Hrærið öllu saman og geymið í ísskáp í amk. 3 klst eða helst yfir nótt.
     
  2. Ég hræri sultunni saman við rétt áður en ég fæ mér þennan dásamlega góða morgunmat en auðvitað er alveg hægt að setja sultuna út í um leið og allt hitt.
     
  3. Ég nota frönsku sultuna í löngu glösunum því í henni er enginn viðbættur sykur.


Þessi uppskrift dugar fyrir ca. tvo og krökkunum mínum finnst mjög gott að skera banana út í.

Kvöldverður

Ofnbakaðar kjúklingabringur með trönuberjum og baunamauki

  • 2 msk smjör
  • 1 1/2 tsk þurrkað timjan 
  • 1 tsk þurrkað rósmarín
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk nýmalaður pipar
  • 4 kjúklingabringur
  • 1 laukur, sneiddur
  • 1 tsk þurrkuð salvía
  • 500 ml kjúklingasoð
  • 200 g frosin trönuber
  • 50 g sykur
  • 1 tsk kartöflumjöl
  • 1 msk vatn

CANNELLINI BAUNAMAUK:
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk þurrkuð salvía
  • 2 dósir Cannellini baunir
  • 200 ml vatn
  • sjávarsalt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman matskeið af smjöri ásamt timjan, rósmarín salti og pipar. Þerrið kjúklingabringurnar og leggið í eldfast mót. Smyrjið smjörblöndunni ofan á þær og bakið í 25-30 mínútur. Bræðið afganginn af smjörinu á meðalheitri pönnu og brúnið laukinn (5-7 mínútur). Stráið salvíunni yfir laukinn og steikið áfram í mínútu, hellið þá kjúklingasoðinu saman við og sjóðið niður um þriðjung (10-15mínútur). Sigtið laukinn frá og hellið soðinu aftur á pönnuna. Bætið trönuberjunum og sykrinum út á pönnuna og látið malla í 3-4 mínútur. Hrærið kartöflumjöl og vatni saman, hellið saman við soðið og hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann aftur og látið malla í 1-2 mínútur. Berið sósuna fram með kjúklingnum og baunamaukinu. BAUNAMAUK: Steikið hvítlaukinn og salvíuna upp úr olíunni í potti við meðalhita. Skolið baunirnar og sigtið og hellið út í pottinn ásamt vatninu. Látið malla í 10 mínútur. Hellið öllu saman í matvinnsluvél og kryddið með salti og pipar. Gott er að setja örlítið af góðri ólífuolíu saman við tilbúið maukið.
 

 Tengt efni: