Vatnsmýrarhlaupið í 30. sinn

Vatnsmýrarhlaupið verður haldið í 30. sinn fimmtudaginn 7. ágúst 2025. Hlaupið verður frá Háskóla Ísland, í Vatnsmýrinni og Skerjafirði eins og undanfarin fjögur ár. Upphaf og endir er í Sæmundargötu í nágrenni Háskóla Íslands og skráning og númera afhending verður á Háskólatorgi á hlaupdag. Veitt verða verðlaun í sjö aldursflokkum og verður notast við flögutímatöku og úrslit birt á www.timataka.is að hlaupi loknu.
Tímasetning
Hefst kl. 20 við Háskóla Íslands, nánar tiltekið í Sæmundargötu.
Vegalengd
5 km með flögutímatöku. Hlaupaleiðin er löglega mæld af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ).
Flokkaskipting
Bæði kyn
- 14 ára og yngri
- 15 - 19 ára
- 20 - 39 ára
- 40 - 49 ára
- 50 - 59 ára
- 60 - 69 ára
- 70 ára og eldri
Skráning og verð
Skráning fer fram á hlaup.is til kl. 22:00 miðvikudaginn 6. ágúst en einnig er hægt að skrá sig milli kl. 17 og 19:30 á Háskólatorgi á hlaupdag. Skráningargjald er 2.500 kr. Hægt er að óska eftir þátttökumedalíu og er verðið þá 2.900 kr. Athugið að ekki verður posi á staðnum. https://hlaup.is/vidburdir/vatnsmyrarhlaupid-07-08-2025/
Afhending keppnisnúmera
Afhending númera verður milli kl. 17 og 19:45 á Háskólatorgi á hlaupdag. Vinsamlegast mætið tímanlega til að sækja númer svo ræsing geti hafist á réttum tíma.
Verðlaun
Þátttökumedalíur eru fyrir alla 14 ára og yngri og aðra sem þess óska. Vegleg útdráttarverðlaun verða dregin út og verðlaun fyrir efsta sæti í hverjum flokki afhent.
Hlaupaleiðin
Hlaupið er í nágrenni Vatnsmýrar og Skerjafjarðar. Hlaupaleiðin er tiltölulega flöt. Sjá kort af hlaupaleiðinni inni í skráningarforminu á Hlaup.is
Annað
Brautarvarsla er á öllum helstu götuhornum, einnig verður hjólreiðamaður á undan fyrstu hlaupurum. Merkingar verða á kílómeters fresti.
Hið vinsæla ávaxtahlaðborð verður auðvitað á sínum stað auk útdráttarverðlauna.
Nánari upplýsingar: Laufey Sigrún Haraldsdóttir, laufeys@gmail.com