Fara í efni

Það er merki um gáfur ef fólk hefur áhyggjur af hinum ýmsu hlutum

Sú tilhneiging margra að hafa áhyggjur af hinum ýmsu hlutum og málum getur verið til marks um ákveðna tegund greindar hjá viðkomandi. Þetta segja vísindamenn sem hafa rannsakað málið en þeir fundu fylgni á milli þess að hafa áhyggjur og munnlegrar upplýsingaöflunar.
Það er merki um gáfur ef fólk hefur áhyggjur af hinum ýmsu hlutum

Sú tilhneiging margra að hafa áhyggjur af hinum ýmsu hlutum og málum getur verið til marks um ákveðna tegund greindar hjá viðkomandi. Þetta segja vísindamenn sem hafa rannsakað málið en þeir fundu fylgni á milli þess að hafa áhyggjur og munnlegrar upplýsingaöflunar.

Vísindamenn við Lakehead háskólann fengu 126 stúdenta til að svara mörgum mismunandi könnunum og spurningablöðum sem voru hönnuð til að mæla gáfur þeirra og hversu mikla tilhneigingu þeir hefðu til að hafa áhyggjur og stressast yfir hinum ýmsu hlutum í lífinu. Til dæmis var spurt: „Hversu sammála ertu fullyrðingum eins og: Ég er alltaf með áhyggjur af einhverju.“

Þegar búið var að fara yfir svörin komust vísindamennirnir að því að fylgni er á milli þess að hafa áhyggjur og munnlegrar upplýsingaöflunar. Fylgni gefur þó ekki til kynna að orsakasamhengi sé á milli en þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem finnur tengsl á milli kvíða og gáfna. Vísindamennirnir fundu einnig aðra áhugaverða tengingu í hina áttina. Þeim mun oftar sem þátttakendur sögðust oft fara yfir liðna atburði í huga sér, þeim mun minni hæfileika höfðu þeir til annarrar upplýsingaöflunar en munnlegrar.

Vísindamennirnir segja að hugsanlega sé raunin sú að fólk með góða hæfileika til munnlegrar upplýsingaöflunar geti hugsað um atburði fortíðar og framtíðar í meiri smáatriðum og það ýti undir frekari hugsanir og áhyggjur. Fólk með meiri hæfileika til að afla annarra upplýsinga en munnlegra er hugsanlega betra í að melta þau merki og skilaboð sem það fær frá fólki sem það á samskipti við. Þetta leiði til þess að það finni minni þörf hjá sér til að endurmeta liðna atburði.

Með öðrum orðum þá er fólk með góða hæfileika til munnlegrar upplýsingaöflunar kvalið vegna kröfu minnis þeirra um smáatriði en þeir sem eiga auðveldar með að taka við öðrum upplýsingum og merkjum en munnlegum geta tekið við fleiri upplýsingum og hafa minni þörf fyrir að fara yfir liðna atburði í höfði sínu síðar að sögn Huffington Post.

Þetta er því kannski tilefni til frekari rannsókna og hugsanlega eru þetta góð tíðindi fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að hafa áhyggjur, þeir spá mikið í smáatriði og vilji kafa ofan í kjölinn á liðnum atburðum.