Tannverndarvika 1. – 5. febrúar 2021

Embćtti landlćknis og Tannlćknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 1.-5. febrúar 2021 međ skilabođum til landsmanna um ađ huga vel ađ heilsunni. Áhersla verđur á súra orkudrykki sem innihalda koffín en öll ţurfum viđ ađ vera betur upplýst um skađleg áhrif orkudrykkja bćđi á almenna heilsu og tannheilsu ungmenna.


Ađgerđa er ţörf svo draga megi úr neyslu á orkudrykkjum, sem innihalda koffín en neysla íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk er međ ţví mesta sem ţekkist í Evrópu. Ţá eru auk ţess vísbendingar um ađ ungmenni geti keypt orkudrykki međ mjög háu koffín magni, sem ekki er leyfilegt ađ selja einstaklingum yngri en 18 ára. Neyslan eykst međ hćkkandi aldri en einn af hverjum ţremur í 8. bekk og um helmingur í 10. bekk segjast drekka orkudrykki.

Ungt fólk virđist í auknum mćli velja ţessa drykki í ţeirri trú ađ ţeir séu hollir og stuđli ađ hreysti. Auđvelt er ađ draga ţá ályktun ţegar um sykurlausan vítamínbćttan drykk er ađ rćđa. Ţađ er hins vegar stađreynd ađ allir orkudrykkir eru „súrir" sem ţýđir ađ sýrustig ţeirra er lágt (pH< 5.5) og ţví hafa ţeir allir glerungseyđandi áhrif á tennur. Bćđi sćtir og sykurlausir orkudrykkir leysa upp glerung tannanna, sem ţynnist og eyđist og myndast ekki aftur. Vandinn getur náđ yfir allar tennurnar, sem verđa viđkvćmar fyrir kulda og meiri hćtta er á tannskemmdum. Glerungseyđing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi.

Í tannverndarviku eru stjórnendur verslana hvattir til ađ huga ađ frambođi, ađgengi og markađssetningu orkudrykkja sem innihalda koffín. Stjórnendur grunn- og framhaldsskóla eru hvattir til ađ leggja áherslu á frćđslu, umfjöllun og viđburđi sem tengjast orkudrykkjum.

Eftirfarandi frćđsluefni verđur ađgengilegt í streymi á vefsíđu embćttis landlćknis í tannverndarviku:

Orkudrykkur– draumur í dós eđa hvađ? Opnast í nýjum glugga
Jóhanna E. Torfadóttir, nćringar- og lýđheilsufrćđingur

Hvernig getum viđ komiđ í veg fyrir glerungseyđingu tanna Opnast í nýjum glugga.
Íris Ţórsdóttir, tannlćknir

Orkudrykkir eru óţarfi. Opnast í nýjum glugga
Pálmar Ragnarsson, körfuboltaţjálfari

Ađ venju eru fyrirtćki sem flytja inn og selja tannhirđuvörur hvött til ađ nýta sér tannverndarvikuna til ađ kynna vörur sínar.

Hólmfríđur Guđmundsdóttir,
tannlćknir

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré