Fara í efni

SÚPA SEM YLJAR : Brokkólí, ostur og kartöflur – afar saðsöm og góð þegar kalt er í veðri

Þessa eiga allir eftir að elska.
SÚPA SEM YLJAR : Brokkólí, ostur og kartöflur – afar saðsöm og góð þegar kalt er í veðri

Þessa eiga allir eftir að elska.

Hún er þykk og dásamlega bragðgóð.

Börnin eiga meira að segja eftir að elska þessa súpu.

Það tekur ekki nema um hálftíma að búa hana til, sem er alveg frábært.

Skelltu í súpu ef kalt er í veðri.

Uppskrift er fyrir 6.

Hráefni:

1 lítill laukur - saxaður smátt

1 meðal stór gulrót – söxuð

1 stilkur af sellerí – saxað

2 hvítlauksgeirar – saxaðir

1 msk af smjöri - ósöltuðu

2 msk af hveiti – heilhveiti eða glútenlausu

2 ½ bolli af kjúklingasoði eða grænmetissoði

1 bolli af fitulausri mjólk

2 meðal stórar kartöflur – án hýðis og skornar smátt

¼ af góðu salti og ferskur pipar

4 bollar af brokkólí blómum – skera í smáa bita

1- ½ bolli af cheddar osti – rifinn

2 sneiðar rifinn brauðostur

1 msk af ferskum parmesan - rifnum

Leiðbeiningar:

Saxið laukinn, gulrót, sellerí og hvítlaukinn eða setjið í litla matarvinnsluvél.

Í stóran súpu pott skal bræða smjör. Bæti svo við saxaða grænmetinu og látið malla á lágum hita í 5 mínútur eða svo.

Bætið nú saman við hveiti, salti og pipar og hrærið öllu saman þar til allt er mjúkt.

Setjið núna kjúklinga/grænmetissoðið saman við og hækkið undir pottinum þar til suðan kemur upp. Setjið þá lok á pottinn og látið malla á lágum hita þar til kartöflurnar eru mjúkar – þetta tekur um 10-15 mínútur. Passið bara að súpan brenni ekki við.

Bætið núna brokkólí saman við, ásamt parmesan osti og hrærið vel. Smakkið til og notið meira af salti og pipar ef þess þarf. Eldið þar til brokkólí er mjúkt.

Bætið svo í lokin, cheddar osti og brauðosti saman við og hrærið vel og takið af hitanum.

Núna þarf að setja súpuna í góðan blandara og setja á góðan hraða til að allt blandist afar vel saman. Setjið svo aftur í pottinn til að hita hana upp.

Munið að súpan á að vera þykk.

Berið fram fyrir fjölskylduna og verði ykkur að góðu.