Súkkulaðihjúpuð granatepli frá Ljómandi
Dásamleg súkkulaðihjúpuð granatepli.
Enn ein dásemdin frá Ljómandi.

Innihald: / 1/2-1 granatepli / 100 gr 70% súkkulaði
- Takið fræin innan úr granateplinu og setjið í ísmolabox.
- Hér sérðu hvernig þú getur skorið granatepli á einfaldan hátt.
- Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og hellið því yfir granateplin með skeið.
- Setjið í frysti og njótið.

Þetta heimagerða nammi fann ég á Pinterest á síðu sem heitir http://chocolatecoveredkatie.com. Það er ekki bara fljótlegt heldur líka svo ótrúlega einfalt að gera og lítur svo dásamlega fallega út. Ég notaði bara 1/2 granatepli í eitt ísmolabox sem var frekar lítið box og eina plötu af súkkulaði.

Hér á heilsutorg.is getur þú lesið smá fróðleik um granatepli.
Uppskrift er frá ljomandi.is
