Fara í efni

“Skinny Fat” er nýtt hugtak, en hvað er það ?

Ég veit ekki alveg hvernig best er að þýða þetta, mjó feit eða grönn feit. En allavega, þá er þetta nýtt hugtak í heilsugeiranum. Og það fer stækkandi sá hópur sem flokkast undir “skinny fat”.
Skinny fat er nýtt hugtak
Skinny fat er nýtt hugtak

Ég veit ekki alveg hvernig best er að þýða þetta, mjó feit eða grönn feit. En allavega, þá er þetta nýtt hugtak í heilsugeiranum.

Og það fer stækkandi sá hópur sem flokkast undir “skinny fat”.

Þegar þú ert grönn-feit þá lítur þú voða vel út utan frá séð og ert voða grönn og fín en ef litið er á innrabyrðið að þá geymir líkaminn hátt hlutfall af fitu í staðinn fyrir heilbrigðan vöðva massa.

Grönn-feit manneskja lítur kannski voða vel út í v-hálsmálspeysu en þegar við biðjum hana um að sýna okkur lærin eða upphandleggi þá má sjá lög af fitu í formi appelsínuhúðar og skinnið er jafnvel farið að síga. Þegar vöðvar og fita dreifast jafnt þá eru miklu minni líkur á því að þú fáir appelsínuhúð.

Grönn-feit dæmið er ástand sem hefur áhrif á fleiri konur en karlmenn. Þetta er aðalega vegna þess að karlmenn lyfta þyngri lóðum en konur. Konur eru oft hræddar við að lyfta þungu því þær vilja ekki mikinn vöðvamassa.

Í ofanálag með að vera hræddar við að lyfta lóðum, þá láta konur ansi oft plata sig í einhverjar bull megrunarkúra sem skortir nauðsynleg næringarefni og þær eru endalaust að gera brennsluæfingar.

Við á Heilsutorg.is erum ekki að mæla með því að konur megri sig niður í örlítil númer, heldur viljum við að konur séu heilbrigðar og lifi heilsusamlegum lífsstíl. Og núna vitum við það að vera einfaldlega grönn er ekki það sama og að vera heilbrigð!

Þeim mun mjórri sem þú verður án þess að bæta á þig vöðvum þeim mun meiri líkur eru á beinþynningu!

Þeim mun minna af vöðvum sem þú hefur þeim mun minni vinnu þurfa beinin að gera og þau fara að hrörna og tapa afar mikilvægum massa og þetta orsakar beinþynningu.

Beinin eru lifandi vefur sem tengist beint við blóðið, ónæmiskerfið, styrk og jafnvel skapið. Það verður að fæða beinin og æfingar með lóð og aðrar styrktaræfingar eru fæða fyrir bein.

Það er aðeins ein leið við vandamáli eins og beinþynningu, styrkja líkamann með því að lyfta lóðum eða gera aðrar styrktaræfingar.

Fyrir margar konur er þetta erfið breyting því þær eru fastar í brennsluæfingum. Brennsluæfingar eru líka mikilvægar og þær grenna þig en þær byggja ekki upp vöðva.

Fullkomna leiðin til að vera grönn-feit er að hlaupa 7 km á dag og neyta einungis ávaxta, boost drykkja, grænmetis eða álíka “fæðu”. Já þú heldur þér grannri, en ekki segja að við höfum ekki varað þig við hættunni á að lifa á þannig fæði. Fyrir ykkur þarna úti sem haldið að þið séuð í afar góðu formi en eru reglulega lasin, ónæmiskerfið ekki í lagi og eruð gjörn á meiðsli, hugsið ykkur tvisvar um !

Okkar ráðleggingar eru: Ef þú ert ekki að lyfta lóðum eða gera aðrar styrktaræfingar byrjaðu þá strax. Borðaðu mat sem inniheldur fullt af góðri fitu, próteini og kolvetnum.

Ekki fara með kaloríutöluna niður fyrir það sem er heilbrigt og breyttu fitu í vöðva í stað þess að gera bara brennsluæfingar og brenna öllu sem þú borðar um leið.

Heimild: Healtmeup.com