Fara í efni

Samanburður á Íþróttadrykkjum

Flott samantekt frá Fríðu Rún Þórðardóttir næringarfræðingi.
Sýrustigið er almennt lágt í íþróttadrykkjum
Sýrustigið er almennt lágt í íþróttadrykkjum

Flestir drykkirnir sem teknir eru með í samantektina fást hérlendis, fyrir utan Lucozade sem er bresk vara. Powerbar hefur verið með tilbúna drykki en lítið er að finna um þá á „official“ vefsíðu þeirra.

 

Tegund

Orka í

100 ml

Kol-vetni

Þar af sykur

Natríum

Kalíum

Kalk

Magn-esíum

Osmo-lat

B1

 

B3

 

B6

B12

Mælieining

Kcal

g

g

mg

mg

mg

mg

Mosm/kg

mg

mg

mg

μg

Resorb Sport

12

2,3

2,2

100

80

50

40

270

 

 

 

 

Powerbar

29,2

7,1

4,2

79,2

 

 

 

 

 

 

 

 

Gatorade*

25

6

6

50

4,2

 

 

 

 

 

 

 

Gatorade Thirst Q**

22,5

5,9

5,9

45

12,7

 

 

 

 

 

 

 

Gatorade Endurance**

22,5

5,9

5,9

84,5

39,4

 

 

 

 

 

 

 

Powerade**

22,2

5,8

5,8

41,7

10

 

 

 

 

Isostar**

29

6,85

6

48

 

32

12

 

0,05

 

 

 

Aquarius+*

26

6

6

21

 

1

 

 

 

 

 

 

Lucozade**
Sport

28

6,4

3,5

40,7

 

 

 

 

 

0,546

0,048

0,0
86

Lucozade**

Elite

39

9,1

8

80

 

 

 

 

 

 

 

 

High5 energy source

35,4

8,8

3,6

48

 

 

 

302++

 

 

 

 

Maxifuel Viper active

26

5,8

3,7

120

59,8

25

11,4

 

 

 

 

 

ATH: Drykkirnir innihalda hvorki prótein né fitu, nema Viper Active sem inniheldur prótein eða 0,54 g / 100 ml og 0,06 g fitu / 100 ml

Skýringar:

* Upplýsingar af flösku keypt hérlendis.

** Upplýsingar af vefsíðu, sjá slóð síðar samhliða upplýsingum um innihald drykkjarins.

+ Næringargildi má einnig finna á vef Matís http://www.matis.is/media/utgafa/Naring_drykkir.pdf

++ Miðað við 47 g duft í 500ml vökva, pH 4,3

Umsögn:

Orka:

Magn orku er nokkuð sambærilegt milli drykkjanna. Resorb er áberandi lægstur og Locozade Elite og High5 eru áberandi hæstir. Það er jákvætt að hafa nóg af orku í drykkjunum fyrir þá sem þurfa á orkunni að halda og eru undir miklu líkamlegu álagi, jafnvel við heitar aðstæður. En þar skipta steinefni einnig miklu máli.

Hins vegar, þegar fólk er að drekka þessa drykki dagsdaglega og orkuþörfin er ekki há er um að ræða umfram orku sem geymist sem líkamsfita.

Almennt ætti að gæta vel að neyslu á sykurríkum drykkjum vegna orkunnar sem þeir innihalda en einnig vegna áhrifa sykurs (kolvetna), sýru (pH gildi) og tiltekinna rotvarnarefni á glerung tanna. Mögulega hefur kalk í íþróttadrykkjum verndandi áhrif gegn glerungseyðingu. Í því samhengi mætti líta til kalk-innihalds Resorb og Isostar og Maxifuel sem jákvæðs eiginleika þeirra.

Jákvætt er að gefa upp pH gildi íþróttadrykkja eins og gert er með High5. Sýrustigið er þó almennt lágt og sambærilegt og í gosdrykkjum sem er áhyggjuefni hjá mörgum.

Hins vegar ætti að vera hægt að hafa minna af rotvarnarefnum í drykkjum sem seldir eru á duftformi samanborið við drykki sem seldir eru á fljótan formi og þurfa að hafa um 1 árs geymsluþol við stofuhita.

Magn kolvetna:

Magn kolvetna er nokkuð sambærilegt milli drykkjanna og stýrir það magni orkunnar sem þeir innihalda. Resorb inniheldur minnst af kolvetnum og Locozade Elite og High5 mest.

Magn sykurs:

Magn sykurs er oftast mjög sambærilegt og magn kolvetna. Hins vegar eru drykkir eins og Powerbar, High5 og Maxifuel þar sem magn sykurs er mun lægra en í hinum drykkjunum. Það skýrist aðallega af því að önnur tegund kolvetna er notuð í drykkinn. Sjá liðinn um „gerð kolvetna“.

Styrkur kolvetna:

Í þessu samhengi komum við að styrk kolvetna en almenn ráðlegging er sú að íþróttadrykkir sem nota á stuttu fyrir og við átök séu 4-8% að styrkleika sem þýðir einfaldlega að 4-8 g af kolvetnum er að finna i 100 ml af tilbúnum drykk. Drykkir sem notaðir eru eftir átök eða eru hugsaði sem kolvetnahleðsludrykkir innihalda hærri styrk kolvetna en algengur styrkleiki slíkra drykkja er 12-15%.

Þegar magn kolvetna og sykurs er hátt er osmolality einnig hátt. Þegar osmolality er lægra þýðir það minna álag á meltingarveginn og minni líkur á magakrampa og niðurgangi sem gjarnan eru fylgifiskar keppni í lengri hlaupum. Mjög jákvætt er að birta upplýsingar um osmolality drykkjarins eins og gert er fyrir Resorb og High5.

Gerð kolvetna:

Í hlutanum um innihaldslýsingar, sést hver kolvetnauppsprettan er. Jákvætt er að stærstur hluti kolvetnanna komi úr maltódextrín sem gert er úr 9 glúkósaeiningum sem tengdar eru saman og myndar fjölsykru, en notkun á slíkri fjölsykru á að valda vægari hækkun á blóðsykri í kjölfar neyslu drykkjarins.

Það er hins vegar sjaldnast sem slíkur kolvetnagjafi er notaður í íþróttadrykkina sem skoðaðir eru í þessari samantekt en Powerbar, High5 og Maxifuel innihalda maltódextrín.

Glúkósi að jafnaði stærstur hluti af uppsprettu kolvetna í drykkjunum. Frúktósi er oft notaður í litlum mæli í íþróttadrykkjum og í þessum samanburði sést að glúkósa-frúktósablöndur eru algeng hráefni. Aðeins ein tegund inniheldur high-fructose cornsyrup sem megin uppsprettu kolvetna og er það Powerade.

Varðandi sætuefni:

Persónulega finnst mér ekki sérlega jákvætt að nota sætuefni í íþróttadrykki, íþróttadrykkjum er ætlað að veita orku og sætuefni veita ekki orku og eru þá heldur tilgangslaus nema þá að bæta bragðið og auka neyslu til að „rehydrate“ líkamann eftir átök. 

Steinefni:

Megin steinefnið í íþróttadrykkjum er natríum en einnig er algengt að sjá kalíum og magnesíum. Mikilvægast er að magnið sé ekki of mikið, en það ætti að vera jákvætt að hafa lítið magn þessara steinefna í drykknum.

Bragð:
Magir standa í þeirri meiningu að sítrónubragð sé það bragð sem er hvað mest drykkjar-hvetjandi. Flestir gerðir íþóttadrykkja bjóða upp á sítrónubragð samhliða öðrum bragðtegundum.

Innihaldslýsingar:

Resorb Sport: Glúkósi, þráavarnarefni (E330, E331), natríum klóríð, kalíumklóríð, kalsíum karbónat, magnesíum oxíð, polyethylenglycol, bragðefni, kekkjavarnarefni, sætuefni = Sakkarín. 1 poki (9,5 g) í 250 ml

**Powerbar:  Maltódextrín, þrúgusykur, ávaxtasykur, þráavarnarefni (E330), natríum sítrat, natríum klóríð (salt), kalíum sítrat, náttúrulegt bragðefni, litarefni.

Duft í litlum pokum sem blanda á saman við vatn. 18 g duft gerir 240 ml, vatn um 222 ml.

*Gatorade: Vatn, sykur (súkrósi), glúkósa-frúktósasíróp, sítrónusýra E330, natríum klóríð, natríum sítrat, kalíum fosfat, magnesíum karbónat,   náttúrulegt sítrónubragð, önnur náttúruleg bragðefni, andoxunarefni (vítamín), bindiefni (gum arabik, glýseról esters of wood rasins), litarefni (beta karótín).

ATH: Þessi tegund er til sölu í verslunum en líklega gamalt „look“. Heiti: Gatorade

**Gatorade: Vatn, sykur, þrúgusykur, sítrónusýra E330, náttúrulegt bragðefni, salt (natríum klóríð), natríum sítrat, kalíum fosfat, gum arabic E414, sykur, ýrugjafi E444, glýseról esters of wood rasins, yellow 6.

Nafn Thirst Quenser   Fyrir allar íþróttir         http://www.gatorade.com/

 ATH: þetta er týpan sem Ölgerðin gefur upp á heimasíðu sinni og má finna lýsinguna á http://www.gatorade.com/

**Gatorade: Vatn, sykur, þrúgusykur, sítrónusýra E330, natríum sítrat, náttúrulegt bragðefni, salt (natríum klóríð), kalíum fosfat, gum arabic E414, sykur, ýrugjafi E444, glýseról esters of wood rasins, yellow 6, magnesium oxíð.

Nafn Endurance formúla - Fyrir úthaldsgreinar  http://www.gatorade.com/products/endurance/endurance-formula

**Powerade: Vatn, há frúktósa korn sýróp, minna en 0,5% af: sítrónusýra E330, salt, steinefnagjafar (magnesíumklóríð, kalsíum klóríð, kalíum fosfat), náttúruleg bragðefni, umbreytt sterkja, EDTA E385 (viðheldurlit), MCT, ýrugjafi E444, vítamín (B3, B6, B12), litarefni.

Heiti:               Powerade X ION4

Annað:            http://www.us.powerade.com/

Vífilfell gefur upp mynd af Powerade X ION4 á vefsíðu sinni.

**Isostar: Vatn, sykur, glúkósa-sýróp, þráavarnarefni: E330, natríum sítrat, náttúrulegt sítrónubragð og önnur náttúruleg bragðefni, maltódextrín, kalsíum fosfar, magnesíum karbónat, natríum klóríð (salt), kalíum klóríð,
bindiefni: E414, E445. B1 vítamín.                 

+* Aquarius: Vatn, sykur, þráavarnarefni (E330), natríum sítrat, kalíum fosfat, bindiefni (E452, E414, E446), rotvarnarefni (E202, E211), bragðefni, þráavarnarefni (E300 askorbínsýra)

**Lucozade Sport: Vatn, glúkósa-sýróp, þráavarnarefni E330, rotvaranarefni natríum sítrat, þykkni af blárri gulrót, rotvarnarefni kalíum sorbat, bindiefni (acacia gum, glýseról esters of wood rosins), sætuefni (aspartam, asesúlfam K), C-vítamín, bragðefni, vítamín (B3, pantothenic acid, (0,204/100ml, B6, B12)

ATH: http://www.lucozadesport.com/products/sport/
ATH: Tiltaka að drykkurinn sé öruggur fyrir íþróttafólk er snýr að lyfjaprófum.

**Lucozade Elite: Vatn, glúkósafrúktósa-sýróp, þráavarnarefni E330, rotvaranarefni natríum sítrat, C-vítamín, rotvarnarefni (kalíum sorbat),  bindiefni (acacia gum), bragðefni, koffín, litarefni.

ATH: https://www.lucozadesport.com/products/sport-elite/
ATH: Tiltaka að drykkurinn sé öruggur fyrir íþróttafólk er snýr að lyfjaprófum.

** High5 energy source:Maltódextrín, ávaxtasykur 32%, þráavarnarefni E330, malic acid), natríum sístra, kalíum sítrat, náttúrulegt bragðefni, sjávarsalt 0,3%.

** Maxifuel Viper Active:  Maltódextrín, þrúgusykur. Steinefni: natríum, kalk, kalíum, magnesíum, klór og fosfór. Amínósýrur.

Samantekt Fríða Rún Þórðardóttir - næringarfæðingur