Fara í efni

Sætkartöflusalat – fullkominn hádegisverður ef þú ert í átaki

Ríkt af trefjum er það sem gerir þetta salat svo fullkomið ef þú ert í átaki.
Sætkartöflusalat – fullkominn hádegisverður ef þú ert í átaki

Ríkt af trefjum er það sem gerir þetta salat svo fullkomið ef þú ert í átaki.

Trefjar í sætum kartöflum koma lagi á blóðsykurinn og hjálpa þér í baráttunni við aukakílóin. Þær eru einnig ríkar af andoxunarefnum.

Uppskrift er fyrir fjóra til sex og tekur um 45 mínútur að elda.

Hráefni:

4 stórar sætar kartöflur

½ bolli af extra virgin ólífuolíu – skipta í tvennt

Salt og ferskur pipar

¼ bolli af rauðvíns ediki

1 meðal stór rauð paprika – hreinsuð og skorin niður

2 tsk af cumin dufti

1 msk af rifnu appelsínuhýði

½ bolli af söxuðum púrru lauk

½ bolli af ferskum myntu laufum

1 eða 2 ferskir jalapeno – eða eftir smekk

¼ bolli af rúsínum – má sleppa

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 220 gráður. Fjarlægið hýði af kartöflum og skerið þær í hæfilega stóra bita.

Setjið kartöflur á bökunarpappír og dreifið yfir þær tveimur matskeiðum af olíunni. Veltið þeim svo allir bitar séu olíubornir.

Kryddið nú með salti og pipar og ristið kartöflurnar í ofni, munið að snúa þeim reglulega. Þær eiga að verða stökkar að utan og mjúkar að innan. Þetta tekur um hálftíma. Takið úr ofni og geymið á plötunni.

Búið til sósuna á meðan kartöflur bakast.

Takið restina af olíunni og setjið í blandara, ásamt ediki, papriku, cumin og appelsínuberki. Stráið örlitlu af salti og pipar yfir og látið blandast þar til þetta er mjúkt.

Setjið núna saman við kartöflurnar, púrrulaukinn, myntuna, jalapeno og rúsínurnar ef þú notar þær. Hristið þetta vel saman.

Bætið ½ bolla af sósunni saman við og hristið þetta einnig vel saman, má bæta við meiri sósu ef þarf.

Smakkið svo til.

Berið fram strax, en þessi réttur er einnig góður við stofuhita.

Njótið vel!