Ristaðar sætar kartöflur og ferskar fíkjur

Þessi óvenjulega blanda af ferskum ávöxtum og ristuðu grænmeti er afar góð.

 

Hráefni:

4 litlar sætar kartöflur – 1 kg

5 msk af ólífuolíu

3 msk af balsamic vinegar

1 ½ msk af sætuefni – notaðu það sem þér þykir best

12 grænir laukar – skera í helminga og svo í 4 cm sneiðar

1 rautt chillí – skera smátt

6 þroskaðar fíkjur

150 gr af geitaosti – má sleppa

Sjávarsalt og ferskur svartur pipar eftir smekk

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 240 gráður.

Skolið kartöflur, skerið í helminga langsöm eftir kartöflunni og skerið svo helmingana í minni báta.

Blandið með 3 msk af olíunni, 2 tsk af salti og svörtum pipar eftir smekk.

Setjið kartöflur á plötu, hýðið niður, notið smjörpappír og látið bakast í 25 mínútur eða þar til þær eru mjúkar.

Takið úr ofni og látið kólna.

Raðið kartöflubátum á bakka.

Hitið rest af olíunni á pönnu og hitið laukinn og chillí. Látið steikjast í 4-5 mínútur, hrærið vel. Þetta má ekki brenna.

Takið af pönnu með skeið og dreifið yfir kartöflurnar.

Setjið fíkjur inn á milli kartaflanna og dreifið balsamic vinegar jafnt yfir allt.

Myljið ostinn svo að lokum yfir allt saman, ef þú notar hann.

Berið fram strax og njótið vel!

 

 


Athugasemdir


Svæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré