Fara í efni

Mígreni í kvið

Mígreni í kvið á frekar við um nýfædd börn, ungabörn, börn og unglinga.
Barn með mígreni í höfði
Barn með mígreni í höfði

Mígreni í kvið á frekar við um nýfædd börn, ungabörn, börn og unglinga.

Mígreni í kvið hjá ungu fólki verður oftast til þess að þau koma til með að þjást af mígreni á fullorðins árum. Hins vegar geta miklir verkir í kvið hjá fullorðnum verið orsök af mígreni.

Þetta er oftast kallað annaðhvort kvið mígreni eða mígreni í kvið.

Staðreyndir um mígreni í kvið hjá börnum.

Sumar rannsóknir telja að um 1 til 4% barna þjáist af einhverskonar kvið mígreni á meðan aðrar rannsóknir vilja meina að um 10% barna þjáist af þessu á einhverju tímabili fyrir fullorðins aldur.

Börn sem fá kvið mígreni eru oftast úr fjölskyldum þar sem mígreni er til staðar.

Sjúklingar með kvið mígreni losna vanalega við þennan kvilla sjálfkrafa á um tveimur árum. Konur hafa oftar kvið mígreni en karlmenn.

Um helmingur þeirra sem þjást af kvið mígreni fá einnig mígreni í höfuð. Ein rannsókn sýndi að aðeins 1,5% af fólki sem þjáist af kvið mígreni sem börn muni finna fyrir þessum kvilla sem fullorðnir einstaklingar.

Önnur rannsókn sýndi að 7 til 10 árum eftir að börn voru greind með kvið mígreni um 61% þeirra sýndi engin merki um kvið mígreni. Börn með þennan kvilla eru oft líklegri til að þurfa að berjast við geðræn vandamál eins og t.d kvíða og þunglyndi  þegar þau verða fullorðin.

Börn með kvið mígreni eiga í flestum tilvikum móður sem fær mígreni.

Kvið mígreni hjá fullorðnum.

Þessi tegund af mígreni er sjaldan greind hjá fullorðnum. Þannig að þegar konur og karlmenn finna fyrir einkennum kvið mígrenis er fyrst og fremst talið að um sé að ræða ristilkrampa, brjóstsviða eða mjólkuróþol.

Eins er það með aðrar tegundir af mígreni að þá vilja læknar vanalega útiloka önnur einkenni áður en þeir greina mígrenið. Stundum tekur það mörg ár að greina kvið mígreni hjá fullorðnum.

Kvið mígrenis einkenni.

Magaverkir sem eru ekki staðfastir við einn stað. Verkjunum er líst sem daufum en stöðugum eða afar sárum.

Þessu fylgja oft ógleði og uppköst, minnkandi matarlyst, mikil vanlíðan og óróleiki. Oft er enginn höfuðverkur, bara verkir í maga.

Einkenni hverfa alveg eftir hvert kast.

Kvið mígrenis greining.

The International Headache society útskýrir kvið mígreni á þennan hátt:

A: Að minnsta kosti 5 köst sem hafa einkenni B til D.

B: Magaköst sem geta staðið yfir í 1 til 72 klukkutíma sem eru ekki meðhöndluð eða meðhöndluð með engum árangri.

C: Magaverkir sem:

Eru í miðjum líkamanum, nálægt nafla og eru ekki staðbundnir.

D: Á meðan á verkjum stendur eru þessi atriði líkleg: (anorexia er sjaldgæf aukaverkun)

Anorexia

Ógleði

Uppköst

Litlaust andlit- eins og allt blóð hafi farið úr höfðinu.

E: Einkenni sem eiga ekki uppruna eða orsökin er ekki frá neinum öðrum sjúkdóm.

Það sem ýtir undir kvið mígreni.

-Stress, jákvætt eða neikvætt stress eins og t.d spennan við að fara í ferðalag eða áhyggjur yfir prófi í skólanum.

-Bílveiki

-Að fasta eða sleppa máltíðum

-Breytingar á svefnvenjum

-Að vera þar sem ljós eru blikkandi, sterk eða afar björt

-Að stunda æfingar getur orsakað mígreni

-Sumt sem borðað er eins og t.d:

-Súkkulaði

-Ostur

-Súrir ávextir

-Kínverskur matur (ef hann inniheldur MSG)

-Unnin matur eins og pylsur t.d

-Áfengi

En eins og með flestar tegundir af mígreni að þá er mikilvægt að halda mígreni dagbók til að skrá niður hversu oft mígrenið kemur og hvað gæti hafa orsakað það og hversu lengi það stendur í hvert sinn.

Þannig getur þú fundið út hvað ber að varast.

Heimildir: migraine.com