Ljósafossgangan 2025
Ljósið minnir á Ljósafossgönguna þann 15. nóvember kl. 15:30
Ljósafossgangan til styrktar Ljósinu
Ljósið minnir á Ljósafossgönguna 15. nóvember kl. 15:30
Gangan hefst á bílastæðinu við Esjuna en lagt verður af stað kl. 16 og gengið upp að Steini
Á svæðinu verður hinn vinsæli Möndlubás með ilmandi möndlum og heitu kakói til sölu.
Ljósið verður einnig með falleg kerti og höfuðljós til sölu á staðnum.
Sjóvá er svo rausnarlegt að það styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern sem mætir við Esjurætur, svo við hvetjum alla til að mæta, hvort sem þú ætlar að ganga eða bara hvetja göngugarpana áfram frá Esjurótum. Þátttaka er ókeypis.
Kláraðu hreyfingu dagsins og styrktu góðgerðarmál í leiðinni.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Esjunni í dag❤
