Fara í efni

Kókósflögu beikon

Frásögn frá sjónarhorni stelpu sem er vegan.
Gómsætt kókósflögu beikon
Gómsætt kókósflögu beikon

Frásögn frá sjónarhorni stelpu sem er vegan.

Sem vegan, þá vanalega sakna ég ekki kjöts. Mig langar ekki í það né óska ég þess að ég borðaði það ennþá. Beikon er þar undanskilið. Ég hef ekki löngun í svínakjöt eins og beikon en ég hef löngun í saltaða reykta bragðið sem að fylgir beikoni.

Ég var fín í langan tíma án beikons eða alveg þangað til ég smakkaði Phoney Baloney’s Elvis samlokuna. Hún er fyllt með hnetusmjöri, sætum banana og kóksflögu beikoni. Þessi samloka kenndi mér eitt, kókósflögu beikon skiptir máli. Daginn eftir þá lærði ég að búa það til og hef gert skammt af því næstum vikulega síðan.

Það er svo frábært að setja saman við salöt, á samlokur, út í súpur og jafnvel með eftirréttum. En passið ykkur, það er ávanabindandi.

Uppskriftin er sáraeinföld og hérna er hún:

Kókósflögu beikon

Þessi uppskrift hentar vegan og þeim sem að neyta ekki mjólkurvara.

Hráefnin:

3 ½ bolli af kókósflögum

2 msk liquid smoke – þetta má finna í sömu hillum og t.d Worcestrershire sósa eða Steak sauce

1 msk soja sósa (eða Braggs liquid aminos)

1 msk af hreinu maple sýrópi

1 msk vatn

1 tsk smoked paprika – en það er krydd

Undirbúningur:

Hitaðu ofninn á 180°

Blandaðu liquid smoke, soja sósu, maple sýrópi og vatni saman í stóra skál. Bættu kókósflögunum saman við. Notaðu viðarsleif og hrærðu þessu varlega saman. Bættu núna smoked papriku kryddinu og hrærðu áfram varlega en passaðu upp á að kryddið blandist allri blöndunni.

Þegar kókósflögurnar eru allar orðnar húðaðar með blöndunni þá setur þú þetta á smjörpappír og skellir inn í ofninn.

Látið baka í 20 til 25 mínútur. Notaðu spaða til að snúa flögunum við á c.a 5 mínútna fresti svo þær bakist jafnt.

Þetta nefnilega á það til að brenna ef að ekki er fylgst vel með allan tímann sem að flögurnar eru í ofninum.

Kókósflögu beikok má svo geyma í lokuðum boka eða boxi í allt að mánuð, hvort sem er inni í skáp eða inni í ísskáp.

Þetta er ekkert smá girnilegt og ætla ég að prufa þessa uppskrift fljótlega.

Njótið ~