Fara í efni

Jólaleikur Krabbameinsfélagsins, Banana og Hagkaupa

Úrslitin í jólaleik Krabbameinsfélagsins, Banana og Hagkaupa verða kunngjörð í dag kl. 13 fyrir framan Hagkaup í Smáralind.
Girnilegur ávaxtabakk fyrir jólin
Girnilegur ávaxtabakk fyrir jólin

Úrslitin í jólaleik Krabbameinsfélagsins, Banana og Hagkaupa verða kunngjörð í dag kl. 13 fyrir framan Hagkaup í Smáralind. Markmiðið með jólaleiknum var að minna fólk á mikilvægi ávaxta, grænmetis og annarrar hollustu í desember þegar amstur jólanna er mikið og neysla á sætindum er í hámarki. Óskað var eftir skemmtilegum hugmyndum að jólalegri framsetningu ýmisskonar hollustu til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann og átti grænmeti, kryddjurtir, ávextir og ber að vera megin uppistaðan.

Þátttakan í ár var afar góð og er mikil spenna fyrir deginum. Eins og áður segir verða úrslit kynnt í Smáralind í dag kl.13:00 fyrir framan Hagkaup, innsendingar verða til sýnis á sama stað til kl.14:30 og er um að gera að mæta og líta dýrðina augum, taka myndir og fá hugmyndir fyrir ferska og fallega hollustu á jólaborðið og almenna hollustu fyrir árið sem er framundan.

Nánar um leikinn, sem haldinn er í fjórða sinn má finna hér

https://www.krabb.is/starfid/frettir-og-midlun/taktu-thatt-i-skemmtilegum-jolaleik-gleymum-ekki-hollustunni-i-jolaamstrinu