Aðventukúlur.
													Aðeins verið að skoða með jólakonfektið 
Er að prufa mig áfram...og ég mæli með þessum 
Vantar einhverjum svona gleði sem er ekki stútfull af sykri....en er samt sparikúla til að njóta ?
Og tekur 10 mín að búa til !
Svo gaman að bjóða þessar fram 
Aðventukúlur.
¾ bolli haframjöl
½ bolli möndlur
6 döðlur ( gott að leggja vel í bleyti áður)
1 ½ msk. möndlusmjör
1 msk. hunang
1 msk. kókos olía
1 msk. hesilhnetu mjöl frá Rapunzel ( eða gera sjálfur)
20 gr. ósætt kakó
Ef blandan er of þurr....bara bæta við 1-2 tsk. vatn .
Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman…ekki samt í mjöl 
Móta kúlur og dýfa í súkkulaði.
Dökkt súkkulaði til að bræða fyrir kúlurnar.
Ég nota dökku dropana frá Nóa síríus…kemur svo 
fallegur glans.
En ekki allir sem vilja súkkulaði....svo ég velti sumum kúlunum upp úr hesilhnetumjölinu...og slepti þá 
súkkulaðinu 
Og svo hnetur og kokos til að setja ofan á kúlurnar.
Gott að kæla kúlurnar niður í ísskáp.
