Í janúar býður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins upp á spennandi námskeið og fjölbreytta dagskrá!
											BESTA GJÖFIN: ÁHRIF HUGLEIÐSLU Á BÖRN OG UNGMENNI 
Fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00. 
  
Stefanía Ólafsdóttir, grunnskólakennari og leiðbeinandi í hugleiðsluskólanum Lótushúsi að flytja erindi um bók sína „Undir Heillastjörnu”. Erindið er ætlað foreldrum og forráðamönnum barna. 
  
Bókin inniheldur einfaldar hugleiðsluæfingar og heillakort fyrir börn á breiðum aldri. Einnig verður rætt um leiðir til að skapa endurnærandi stundir með fjölskyldunni.
HUGRÆN ATFERLISMEÐFERР
Hefst þriðjudaginn 23. janúar kl. 14:00-16:00 og verður vikulega í fjögur skipti. 
  
Ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum. Tilgangurinn er að vinna gegn tilfinningalegri vanlíðan. 
  
Leiðbeinandi er Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi.
GOTT ÚTLIT - BETRI LÍÐAN 
Þriðjudaginn 30. janúar kl. 10:00-12:00. 
  
Námskeiðið er ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð. Næstu námskeið 2018 eru: 
Þriðjudagana  30. janúar, 27. febrúar, 27. mars, og 24. apríl kl. 10:00-12:00. 
  
Sérfræðingur frá Lancome leiðbeinir um förðun, umhirðu húðar o.fl.
VIKULEGIR FASTIR VIÐBURÐIR 
Þriðjudagar
- 13:00-13:40 - Tíbetskar öndunaræfingar.
 
Miðvikudagar
- 11:30-12:00 - Hópslökun
 - 13:00-13:30 - Samtal um réttindamál, allir velkomnir!
 
Fimmtudagar
- 13:00-15:00 - Handavinnuhorn og bókakaffi.
 
  | 
||||||
 
  | 
||||||
