Fara í efni

Hvernig höldum við rúmfötunum snjóhvítum?

Hvernig höldum við rúmfötunum snjóhvítum?

Með tímanum geta rúmföt (sérstaklega hvít) farið að verða gulleit – og það er eðlilegt! Rúmföt geta orðið gul af ýmsum ástæðum, eins og líkamsvökva, svita, jafnvel kremið sem við berum á okkur. Í þessari grein munum við skoða betur hvað veldur þessari gulnun og hvað er til ráða til að laga þau rúmföt sem eru orðin gulnuð.

Það er sama hversu oft þú ferð í sturtu og skiptir um náttföt, þá kemur það ekki í veg fyrir að þín ástkæru rúmföt verði gul. Þú getur samt gert ýmislegt til að sporna við því að rúmfötin gulni.

Hvernig kemur þú í veg fyrir að sængurfötin verði gul

Algengustu ástæður þess að sængurfötin gulni eru náttúruleg efni sem líkami þinn framleiðir, sem er því miður engin leið að stoppa. Það eru samt nokkrar árangursríkar leiðir til að sporna gegn þessu og láta sængurfötin halda sér fallegum lengur. Það er svo ekki verra að þessar aðferðir eru náttúrulegar og mjög ódýrar.

Þegar fólk hugsar um að „hvítta“ eitthvað dettur þeim gjarnan klór í hug. En satt best að segja ætti þetta sterka efni að vera það seinasta sem þú myndir velja. Þó að klórinn hafi „hvíttandi“ eiginleika og sé gagnlegur í sumum tilfellum þá er hann alls ekki alltaf besta lausnin. Það er vegna þess að þegar klórinn kemst í tæri við náttúrlegan líkamsvökva getur hann í raun skemmt efnið og jafnvel gert blettina erfiðari og það verður ómögulegt að fjarlægja þá.

Þvoðu rúmfötin reglulega

Það hljómar kannski of einfalt en reglulegur þvottur á rúmfötunum kemur í veg fyrir að þau gulni og það er auðvitað bara rökrétt.

  • Því lengur sem líkamsvökvarnir eru í rúmfötunum, því óhreinni líta þau út.
  • Jafnvel þótt þú hvorki sjáir né finnir lyktina af óhreinindunum, þá eru þau þarna því þú notar þau kvölds og morgna.
  • Gullna reglan er þess vegna: Ekki bíða eftir að blettirnir fari að lykta eða sjást – þvoðu sængurfötin þín reglulega með venjulegu þvottaefni. Helst – einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti.

Þurrkaðu þvottinn úti þegar sólin skín

Önnur einföld en mjög áhrifarík ráð til að koma í veg fyrir að sængurfötin þín gulni er að hengja þau út á snúru þegar sólin skín, eins oft og hægt er.

  • Sólarljósið hefur náttúrulega lýsandi áhrif (það er einmitt ástæðan fyrir því að þú ættir að þurrka litríku fötin þín innandyra eða ef þú hengir þau út, að hafa þau á röngunni).
  • Ef rúmfötin þín eru hengd út á snúru í sólinni, jafnvel með engum gulum blettum, kemur það í veg fyrir að gulu blettirnir myndist.

Gulir blettir á hvítum rúmfötum: Hvernig á að ná þeim í burtu?

Þó að sængurfötin þín gulni þýðir það ekki að þau þurfi að vera þannig alltaf. Það eru til nokkrar aðferðir til að ná þeim hvítari á ný:

Matarsódi

Matarsódi er ekki einungis notaður í bakstur heldur er hann gagnlegur í allskonar öðrum tilgangi líka, til dæmis í bakstri.

  • Settu hálfan bolla af matarsóda í hólfið sem þú setur þvottaefnið þegar þú setur sængurfötin í þvottavélina.
  • Matarsódinn tekur ekki bara gulu blettina heldur eyðir hann lykt úr sængurfötunum líka.

Borðedik

Borðedik er líka náttúruleg lausn til að þrífa með og kemur beint á hæla matarsóda. Tekur bletti og lyktir úr sængurfötunum.

  • Helltu hálfum bolla af borðediki í fötu með heitu vatni.
  • Settu rúmfötin í bleyti í fötunni í 1 til 2 klukkutíma.
  • Settu sængurfötin í þvottavélina og þvoðu þau eins og þú gerir vanalega.

Sítrónusafi

Annað æðislegt náttúrulegt hreinsiefni er sítrónusafi. Hann lýsir líka og getur hjálpað til að lýsa upp og fríska upp á rúmfötin.

  • Kreistu safann úr einni sítrónu út í þvottaefnið áður en þú þværð sængurfötin.
  • Sítrónusafinn hefur ekki aðeins lýsandi áhrif heldur kemur líka góð og fersk lykt af sængurfötunum.

Athugið að það getur verið sniðugt að blanda þessum aðferðum hér að ofan saman til að fá meiri virkni.

Birt með góðfúslegu leyfi hun.is