Fara í efni

Hvernig á að búa til súkkulaði köku með avókadó í stað eggja og smjörs

Þessi vegan kaka (án eggja og ekkert smjör) er svo dásamlega góð að allir á heimilinu biðja um aðra sneið. Kremið er eins og silki og kakan sjálf er afar létt og hlaðin súkkulaði bragði og hollri fitu.
Hvernig á að búa til súkkulaði köku með avókadó í stað eggja og smjörs

Þessi vegan kaka (án eggja og ekkert smjör) er svo dásamlega góð að allir á heimilinu biðja um aðra sneið.

Kremið er eins og silki og kakan sjálf er afar létt og hlaðin súkkulaðibragði og hollri fitu.

 

Má nefna að avókadó inniheldur meira af kalíum en bananar.

Hráefni:

Í köku:

3 bollar af hveiti – mælt er með því að nota kókóshveiti

5 msk af dökku kakó súkkulaði dufti

2 tsk af matarsóda

2 tsk lyftiduft

½ tsk af grófu salti

¼ bolli af ólífuolíu

1 þroskað avókadó – stappað í mauk

2 bollar af vatni

2 msk af hvítu ediki

2 tsk af vanillu extract

2 teaspoons vanilla extract

2 bollar sucanat sugar – sjá nánar HÉR 

Kremið:

2 þroskuð avókadó – stöppuð í mauk

1 bolli af Monk fruit sykri – sjá nánar HÉR 

5 msk af dökku kakó súkkulaði dufti

Undirbúningur:

Forhitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið og stráið hveiti í tvö 9” hringlótt kökuform.

Takið stóra skál og hrærið saman fyrstu fimm hráefnunum.

Í aðra skál skal hræra saman ólífuolíunni og næstu fjórum hráefnum. Þegar þetta er vel blandað þá má setja sykurinn.

Hellið blautri avókadó blöndunni saman við hveiti blönduna og hrærið þar til deig er mjúkt.

Skiptið svo deigi jafnt í kökuformin.

Bakið í 30 mínútur – styngið prjóni til að vera viss um að kökur séu bakaðar í gegn. Ef ekki þá verður að baka þær aðeins lengur.

Kökurnar verða að kólna áður en kremið er sett á. Þær þurfa að kólna í kökuformum. Eftir um korter þá má hvolfa formum við og losa kökur úr.

Setjið krem á aðra kökuna, smellið svo hinni ofan á og notið restina af kreminu á efri hlutann.

Dásamleg og holl súkkulaði kaka handa allri fjölskyldunni.

Njótið vel!