Fara í efni

Húlladúllan slær upp húllafjöri á Eiðistorgi laugardaginn 1. október í tilefni hins alþjóðlega húllahoppdags!

Á þessum degi er húllagleðinni fagnað með viðburðum um allan heim. Komið og húllið með Húlladúllunni á milli klukkan 13:00 og 15:00!
Húlladúllan slær upp húllafjöri á Eiðistorgi laugardaginn 1. október í tilefni hins alþjóðlega húlla…

Húlladúllan slær upp húllafjöri á Eiðistorgi laugardaginn 1. október í tilefni hins alþjóðlega húllahoppdags!

Á þessum degi er húllagleðinni fagnað með viðburðum um allan heim. Komið og húllið með Húlladúllunni á milli klukkan 13:00 og 15:00!

 

 

 

 

 

Húlladúllan kemur með hringina og tónlistina og eins og ávallt verður hún með húllahringi fyir bæði litla og stóra. Það geta allir húllað og ef þú kannt það ekki þá bara kennir Húlladúllan þér! Og ef þú kannt að húlla smá getur Húlladúllan kennt þér ný og skemmtileg trix!

Þáttaka í Húllafjörinu er ókeypis. Frjáls framlög eru hinsvegar vel þegin til þess að mæta kostnaði við áframhaldandi Húllafjör og til þess að geta búið til enn fleiri húllahringi fyrir alla að njóta! Í tilefni dagsins gefst gestum einnig kostur á að taka þátt í sérstöku Húllahringjahappdrætti. Miðinn kostar 300 krónur og í lok dagsins verða dregnir út 3 heppnir vinningshafar sem vinna glæsileg verðlaun: húllahring í stærð og litum að eigin vali ásamt hálftíma einkakennslu hjá Húlladúllunni!

Eitt það skemmtilegasta við alþjóðlega húllahoppdaginn er að á hverju ári er saminn léttur húlladans sem er dansaður um heim allan og þeir hópar sem senda inn vídeó af dansinum til "höfuðstöðvanna" eru klipptir saman í eitt vídeó sem sýnir húlladansinn dansaðann um veröld víða. Húlladúllan mun dansa hinn alþjóðlega húlladans með flottum hópi húllara klukkan 13:30 og við hlökkum til að senda húllurum heimsins þannig kveðju frá Íslandi!

Þau sem hafa áhuga á því að vera með í hópdansinum eru hvött til þess að heimsækja Facebook síðu Húlladúllunnar og senda henni skilaboð. Dansinn er laufléttur og hægt er að koma á hópæfingu á Eiðistorgi fimmtudag, föstudag og á sjálfan laugardaginn rétt fyrir viðburðinn.

Húlladúllan hlakkar til að húlla með ykkur á Eiðistorgi á laugardaginn!

Nánari upplýsingar veitir Húlladúllan Unnur María (s. 612 2727 / hulladullan@gmail.com)

HÉR er Facebook síða viðburðarins.