Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Umgjörðin er tímabundin
Amethyst
Amethyst

Umgjörðin er tímabundin, rétt eins og göngugrind. Þú munt ekki þurfa á miklum og margþættum stuðningi að halda alla ævi.

En á meðan við losum okkur úr álögum þurfum við að afmarka okkur umgjörð sem styður og styrkir nýjan lífsstíl og dregur úr áreitinu sem samfélagið býður upp á.

Það felst til dæmis umgjörð í því að setja sér mælanlegt markmið – sem byggist á tilgangi og einlægum ásetningi.

Það felst umgjörð í því að fylgjast með næringarmynstrinu og skrásetja það, ekki síst að setja það í samhengi við andlega og líkamlega líðan.

Það felst umgjörð í breyttum neysluvenjum, breyttum innkaupalista, aukinni fyrirhyggju gagnvart næringu sem þú tekur með þér í vinnuna og inn í daginn.
Það felst umgjörð í því að vera alltaf ábyrgur gagnvart eigin þörfum og setja þig aldrei í stöðu fórnarlambs.

Ef það er enginn umgjörð/áætlun - þá er það áætlunin!