Fara í efni

Hreyfingarleysi og offita er dauðans alvara

Hreyfingarleysi og offita er dauðans alvara

Um 45 prósent breta á aldrinum 65 til 74 ára þjáist af tveimur eða fleiri undirliggjandi sjúkdómum.

Talið er að fjöldi heilsulausra breta muni aukast í 53 prósent á næstunni með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Þetta kemur fram í grein sem birtist nýlega í The Times.

Blaðið birtir niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var á heilsufari fólks á þessum aldri. Samkvæmt rannsókninni er fólk að verða veikara vegna þess að margir eru allt of þungir og fólk hreyfir sig allt of lítið. Vísindamenn spá því að fjöldi þeirra sem þjást af fjórum eða fleiri sjúkdómum muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum. Eldra fólki fjölgar hratt á Bretlandseyjum vandamálið er hins vegar að fólk er mun útsettra fyrir að fá krabbamein, sykursýki, vitglöp og þjást af þunglyndi en kynslóðirnar á undan.

Í dag eru 45 prósent af fólki á aldrinum 65 til 74 ára með tvo eða fleiri undirliggjandi sjúkdóma fjöldi þeirra mun aukast í 53 prósent þegar fólk sem fætt er 1960 nær þessum aldri.  Flestir þeirra sem eru orðnir 65 ára og þaðan af eldri glíma við tvo sjúkdóma og . . . LESA MEIRA