Fara í efni

Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi

Hópurinn er ekki með neinn eiginlegan þjálfara, en sjálfskipaðir leiðtogar hópsins, þau Auður H. Ingólfsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Stefán Gíslason, aðstoða eftir föngum.
Hlaupahópurinn Flandri í Borganesi
Hlaupahópurinn Flandri í Borganesi

Hópurinn er ekki með neinn eiginlegan þjálfara, en sjálfskipaðir leiðtogar hópsins, þau Auður H Ingólfsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Stefán Gíslason, aðstoða eftir föngum.

Hvaðan hleypur hópurinn:

Æfingar Flandra hefjast jafnan við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Hvaða daga og kl. hvað:

Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:30, laugardaga kl. 10:00

Er hópurinn fyrir byrjendur og lengra komna

Flandri er fyrir alla, jafnt fyrir þaulvana maraþonhlaupara og þá sem eru að hlaupa sín allra fyrstu skref. Annað slagið eru settir af stað sérstakir byrjendahópar. Á æfingum er oftast hlaupið ákveðið lengi í tiltekna átt og síðan sömu leið til baka. Tímalengdin er sem sagt látin ráða frekar en kílómetrafjöldinn. Með þessu móti hittast allir í byrjun og aftur í lokin, þó að fólk fari mishratt yfir þess á milli.

Er hópurinn virkur í að taka þátt í hlaupatengdum viðburðum hérlendis og erlendis

Eins og nafn hópsins bendir til efnir Flandri til hlaupaferða innanlands sem utan þegar færi gefst. Stærsta hópferðin hingað til var í Mývatnsmaraþonið 2013, þar sem 10 Flandrafélagar hlupu hinar ýmsu vegalengdir. Nokkrar ferðir eru á dagskrá sumarið 2014 og í október verður fjölmennt í Münchenmaraþonið, þar sem einnig er boðið upp á 10 km og hálfþaraþon.

Heldur hópurinn sín/sitt eigin/eigið hlaup

Flandri stendur fyrir Flandraspretti þriðja fimmtudagskvöld í hverjum mánuði á tímabilinu október-mars. Hlaupnir eru 5 km og keppst við að safna stigum yfir veturinn. Stigahæstu einstaklingar í heildarkeppninni og í einstökum aldursflokkum fá vegleg verðlaun að vori. Hlaupin hefjast við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl. 20:00 og öll úrslit eru birt á hlaup.is. Þátttakendur hafa verið af öllum stærðum og gerðum, með lokatíma á bilinu 15-45 mínútur.

Er félagslíf hjá hópnum utan við venjulegar hlaupaæfingar og hvað þá helst

Auk sameiginlegra hlaupaferða er haldin uppskeruhátíð í lok apríl, þar sem m.a. eru veitt verðlaun fyrir bestu mætinguna á æfingar yfir veturinn, litið yfir farinn veg og rætt um næstu áskoranir. Þá er jafnan efnt til sameiginlegrar kakódrykkju eftir síðasta Flandrasprett fyrir jól. Þar fyrir utan er hvert tækifæri notað til að brydda upp á einhverju skemmtilegu, svo sem kynningar- eða fræðslufundum.

Einnig heldur hópurinn úti síðu á Facebook