Fara í efni

Heilsa og próf

Það að vera í námi getur verið mikill streituvaldur. Sérstaklega á prófatímum og við verkefnaskil. Með því að þekkja sjálfan sig og helstu úrræði er aftur á móti hægt að draga úr streitu með ýmsum aðferðum.
Heilsan og námið
Heilsan og námið

Það að vera í námi getur verið mikill streituvaldur. Sérstaklega á prófatímum og við verkefnaskil. Með því að þekkja sjálfan sig og helstu úrræði er aftur á móti hægt að draga úr streitu með ýmsum aðferðum. Þannig má draga  úr líkum á alvarlegum heilsufarsvandamálum síðar meir.

Streita er eðlilegt viðbragð líkamans sem aðstoðar okkur við að bregðast við ögrandi aðstæðum. Lítil streita eða streita sem varir í stuttan tíma getur verið af hinu góða því hún getur virkað hvetjandi þannig að við náum enn betri árangri og/eða gerum okkar besta. Streita örvar skilningarvitin og viðbragðsflýti sem þýðir að við getum náð betri árangri, þar með talið í prófum.

Flestir eiga tiltölulega auðvelt með að ráða við aðstæður sem hafa í för með sér streitu og álag, eins og verkefnaskil og próf, en hjá sumum verða þessar aðstæður svo yfirþyrmandi að þær hafa í för með sér óæskileg einkenni.

Fyrstu einkenni um að streita sé orðin of mikil geta verið:

Pirringur.

Svefntruflanir.

Höfuðverkur.

Svimi.

Minnkuð matarlyst.

Of mikil streita getur svo leitt til ýmissa vandamála, bæði af líkamlegum og andlegum toga:

Kvíði  (allt frá því að vera væg vanlíðan yfir í alvarlegan ofsakvíða).

Munnþurrkur.

Kviðverkir.

Púlserandi hjartsláttur.

Svitakóf.

Mæði eða tilfinning um að vera andstuttur.

Þunglyndi.

Sjálfshjálp

Stutt streitutímabil eru eðlileg og oftast tiltölulega einfalt að losna við streituvaldinn, til dæmis með því að ljúka við verkefni og draga þannig úr verkefnaálagi, eða tala við aðra og gefa sér tíma til að slaka á.

Greindu vel í sundur hver streituvaldurinn er. Eru það prófin, fjárhagurinn eða vandamál í sambandinu? Skoðaðu hvort hægt sé að breyta einhverju til að draga úr álaginu.

Komdu daglega lífinu í jafnvægi með því að: 

Borða reglulega og hollan mat.

Fáðu nægan svefn.

Hreyfðu þig reglulega.

Dragðu úr áfengineyslu.

Gefðu þér tíma til að hitta vini og gera skemmtilega hluti meðfram vinnu og námi.

Reyndu að hafa ekki of miklar áhyggjur af framtíðinni og forðastu að bera þig saman við aðra.

Lærðu að slaka á. Í kvíðakasti eða aðstæðum þar sem streitan verður mikil er gott að reyna að einbeita sér að einhverju öðru en sjálfum sér (dreifa huganum) til dæmis með því að spjalla við einhvern eða horfa á þátt í sjóvarpinu.

Gott er að kunna slökun og öndunaræfingar.

Reyndu að leysa vandamál í einkalífi með því að ræða við trúnaðarvin eða fagaðila.

Fagleg aðstoð:

Það getur verið illmögulegt að leysa langvarandi streituvandamál eða kvíða á eigin spýtur og stundum er nauðsynlegt að leita eftir aðstoð. Kvíði getur haft veruleg áhrif á frammistöðu og það veldur bæði óánægju og er óþarfi. Sumir geta þurft  viðtalsmeðferð og/eða lyfjagjöf sér til aðstoðar. Pantaðu tíma hjá námsráðgjafa. Flestir geta gefið góð ráð varðandi kvíða og  streitustjórnun, ekki síst prófkvíða.

Góð ráð fyrir próf og prófalestur

Besta ráðið til að mæta streitu og kvíða í prófi er að koma vel undirbúinn.

Gerðu námsáætlun sem þú treystir þér til að standa við. Brjóttu námsefnið niður  í viðráðanlega hluta og gerðu ráð fyrir tilbreytingu svo efnið verði ekki einhæft.

Finndu út hvaða námsaðferð hentar þér best. Sumum finnst best að læra einir inni í lokuðu herbergi meðan aðrir eiga erfitt með að vinna í þögn og einveru. Litlir námshópar koma mörgum að gagni.

Ekki  ætla þér of mikið í einu. Eftir því sem þú lærir lengur í einu dregur úr einbeitingunni, þreyta eykst og kvíði samfara því.  Gott er að taka sér stutt hlé með reglulegu millibili. Flestum hentar vel að taka stutt hlé á 45-60 mínútna fresti.

Notaðu hléið til þess að gera eitthvað afslappandi eins og að fara í göngutúr, spjalla og gera teygjuæfingar.

Heimild: doktor.is