Fara í efni

Heilbrigði Íþróttafólks

Íþróttafólk þarf að gæta sérlega vel að heilsu sinni með því að huga að mataræði, vökvaneyslu, hvíld og heilbrigðum lífstíl.
Heilbrigði Íþróttafólks

Íþróttafólk þarf að gæta sérlega vel að heilsu sinni með því að huga að mataræði, vökvaneyslu, hvíld og heilbrigðum lífstíl.

Æfingar & ástundun, næring, hugarfarslegi þátturinn og heppni sem kemur líka við sögu.

Allt þetta vinnur saman í að skapa sterkan, hraustan & heilan íþróttamann. 

Svefn; að minnsta kosti 7-8 klst. virka daga. Reyna jafnvel að bæta aðeins við svefni um helgar. Ef að sofa á fram að hádegi, þá er mikilvægt að vakna um kl. 8 - 9 leitið og fá sér smá næringu, skyrboozt, skyr, Hámark, Hleðslu eða skál af hafragraut eða Cheeriosi til að líkaminn fái næringu á þessu tímabili og fram að næstu máltíð.

Borða 2 klst fyrir æfingar, létta en kolvetnaríka máltíð.  ½ - 1 banani 30 mín fyrir æfingu ef æfingin er löng og ef að hungur gerir vart við sig.

Morgunverður; mikilvægasta máltíð dagsins, grunnur að góðum degi og góðri æfingu.

Næring fyrir & eftir æfingar; borða kolvetnaríka máltíð 2 klst. fyrir átök. Til að flýta fyrir endurheimt og því að líkaminn jafni sig fljótt eftir átökin er æskilegt að borða sem fyrst eftir átökin. Best er að borða 20-30 mín eftir að átökum líkur og alls ekki seinna en 1 klst eftir átök, þetta á við bæði um æfingu og keppni.

*Taka með sér nesti á æfingar eða í leik. Til dæmis banana og kókomjólk, Hleðslu, KEA skyrdrykk, Hámark og ávöxt ef ekki matur innan við 1 klst eftir átökin. Einnig daginn fyrir keppni að tryggja að borða 20-30 mín eftir æfingu.

*Vítamín & Steinefni; þó svo að bætiefni á töfluformi séu engin töfralausn þá er allt í lagi að taka t.d. Heilsutvennu eða sambærilega vöru. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um magn á umbúðum vörunnar.

*Lýsi & omega 3, það má taka það saman og það er mjög mikilvægt í nútíma samfélagi. Ekki taka Omega 3-6-9, það er óþarfi því við fáum nóg af omega 6 úr fæðunni og líkaminn getur framleitt omega-9 sjálfur og því er hreint omega-3 besti kosturinn.

*Vökvabúskapur & krampar eða sinadráttur. Gæta vel að vökvabúskap líkamans. Drekka jafnt og þétt yfir daginn. Fylgjast með litnum á þvaginu og hafa það sem ljósast á litinn. Líkjum því við sítrónuvatn.

*Fjöldi máltíða, borða á 2-3 klst fresti sem þýðir 5-7 máltíðir á dag.

*Ónæmiskerfið & meiðsli; næring og kolvetni spila þar stórt hlutverk, léleg næring, léleg endurheimt eftir æfingar og keppni. Góð næring þýðir að íþróttamaðufyrr og betur tilbúinn í átökin og líkaminn fljótari að jafna sig og vinnur betur úr æfingunum. Minni hætta á veikindum.

*Kolvetni ekki aðeins orka & næring fyrir vöðvana heldur líka fyrir heilann & taugakerfið, kemur inn á einbeitingu og andlegt úthald, viðbragðsflýti og hvernig lesið er í leikinn og aðrar keppnisaðstæður.

*Fæðubótarefni; á eigin ábyrgð

 

Fríða Rún Þórðardóttir
Næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur