Fara í efni

Hárið: Langar þig að breyta til og prófa topp?

Langar þig að breyta til? Hér eru nokkrar hugmyndir af toppum. Það getur verið mjög flott að breyta til og prófa að vera með topp! Það hafa sennilega allar stjörnurnar vestanhafs prófað það einhvern tíman.
Harpa Sif frá Tíska.is fjallar um „toppa“
Harpa Sif frá Tíska.is fjallar um „toppa“

Langar þig að breyta til? Hér eru nokkrar hugmyndir af toppum.  Það getur verið mjög flott að breyta til og prófa að vera með topp! Það hafa sennilega allar stjörnurnar vestanhafs prófað það einhvern tíman.

Nokkur góð ráð fyrir þær sem vilja prófa toppa.

Númer 1, 2 og 3.. farðu á hársnyrtistofu og láttu fagmann klippa á þig topp! Þó þú getir alveg örugglega ýmislegt þá er þetta eitthvað sem maður lætur fagmann um! (Best er, ef þú hefur "þinn hárgreiðslumann/ þína hárgreiðslukonu" sem hefur lært inn á þitt hár og er farin/n að þekkja þína sveipi og hvað er þinn stíll. Sá/sú, getur þá ráðlagt þér út frá því sem þið hafið áður prófað og verið ánægð með og ekki.)

Það eru til margskonar síddir og útgáfur af toppum og þú þarft bara að velja hvað hentar þér.

Með styttri topp þarf oftar viðhald. Það þýðir ekki að þú þurfir þá að fara oftar og láta klippa hárið og "endir þá bara sköllótt". Þú getur pantað þér tíma á stofu og látið klippa bara toppinn.

Lærðu að blása toppinn eins og hentar þínu hári, yfirleitt ef þú ert t.d. með hliðartopp, er ekki flott að gera skiptinguna fyrst og blása svo þannig, blástu frekar fram og til beggja hliða, þannig færðu fallegri skiptingu og áferð.

Ef þú svo ert ekki ánægð, já eða ánægður, með þá ákvörðun að hafa látið klippa toppinn, þá er fallegast þegar hann vex úr að láta mýkja hann á stofu svo hann falli betur inn með restinni af hárinu og standi ekki  þykkur bunki af áður flottum topp við hliðina á annars fallegu hárinu.

Einn extra punktur fyrir verðandi, nýbakaðar, og mömmur almennt.. Það er nánast undantekningarlaust þegar konur hafa gengið með barn og verið með á brjósti að hárið fellur af. Þegar það kemur svo aftur til baka þá eru oft góð ráð dýr og sumar sjá þá fyrst að hárlínan hafði hækkað um jafnvel góðann sentimeter. Þá er mjög flott, í staðin fyrir að vera með "baby hair" standandi út í loftið, að láta stytta aðeins toppinn.

Hér eru nokkrar myndir af nokkrum skvísum með flotta toppa.

 

 

 

 

Harpa Sif

Tíska.is 

Tengt efni: