Fara í efni

Glúteinlaust laufabrauð

Gaman að steikja laufabrauð fyrir jólin.
Glútenlaust laufabrauð um jólin
Glútenlaust laufabrauð um jólin

Það er gaman að steikja laufabrauð fyrir jólin og hérna er ég með glútenlausa uppskrift. 

Ég vona að hún komi að góðum notum fyrir þá sem ekki þola glúten.
 
En þessi uppskrift er örlítið improvaseruð og ónákvæm, en hún Eva Þórdís á heiðurinn af henni. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hráefni: 
 
250gr plane white blanda frá Dove's farm
80gr sesam mjöl
80gr maísmjöl
Vel kúfuð 1msk guargum 
Rúmlega 1/2 tsk natron
2dl mjólk hituð með 10gr mjör og slurk af kúmeni. Síað.
 
Við gerðum reyndar svolitla breytingu á uppskriftinni og notuðum tilbúið brauðmix (hvítt) frá semper og smá slurk
(rúma matskeið) af gamla góða maisena til að bragðbæta. 
 
Þar sem þetta mjöl er svolítið grófara þurfti viðbótar vökva og var bætt við heitu vatni þar til áferðin var orðin góð.
 
Þó svo að myndirnar sýni skurð er þó meira en að segja það að skera þessa dásemd út og því létum við nægja að rúlla 
laufabrauðsjárninu yfir kökurnar (og pikka þær, ekki gleyma því) og steiktum þær óflettar.
 
En þær eru samt fallegar og dásamlega bragðgóðar með kúmenkeim.
 
k
Vel hægt að rúlla það þunnt. 
 
s
Skera í það og fletta það með lagni. Passa að það þorni ekki. 
 
h
Steikja eins og venjulega. 
 
g
Fallegt, girnilegt og gott.
 
g
Glútenlaust laufabrauð.