Fara í efni

Gerðu árin eftir fertugt enn betri – Átta frábær ráð

Gerðu árin eftir fertugt enn betri – Átta frábær ráð

Við höfum líklega mörg okkar fundið okkur á þeim stað sem þýski arkitektinn Matthias Hollwich fann sig á þegar hann var um fertugt. Hann fékk einskonar hugljómun.

Hann áttaði sig á því að hann hefði nú þegar lifað um helming ævi sinnar sem sem ósköp venjulegur maður með engar sérstakar væntingar. Matthias ákvað því að venda kvæði sínu í kross til að fá sem mest út úr síðari hluta ævinnar.

Að eldast með bros á vör

Í framhaldi af þessari hugljómun fór hann að kanna lífsvenjur sínar og annarra. Hann komst að því að við getum gert svo margt strax í dag til að auka lífsgæði okkar, og til að njóta þess að eldast á nýjan og ferskan hátt og eldast hamingjusöm. Matthias setti þessar pælingar sínar í bók sem heitir „New aging: Live smarter now til live better forever“. Hann segir bókina vera fyrir alla sem vilja auka lífsgæði sín og gera lífið svo miklu betra.

Hér eru 8 einföld ráð úr bókinni 

1. Einfaldaðu líf þitt

Losaðu þig við hluti sem þú þarfnast ekki. Farðu til dæmis í gegnum skápinn þinn í dag og veldu tíu hluti til að gefa. Gerðu það svo að reglu í lífi þínu að í hvert sinn sem þú eignast eitthvað nýtt, gefðu þá einn hlut sem þú átt og skiptu honum út.

2. Gefðu af þér og þú færð svo miklu meira til baka

Það er ekkert meira gefandi í þessu lífi en að gefa af sér. Láta gott af sér leiða. Finndu staði sem óska eftir sjálfboðaliðum og bjóddu fram hjálp þína einn dag eða jafnvel annað slagið. Veldu samt staði og verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir.

3. Finndu þér ný áhugamál eða hreyfingu og auktu víðsýnina

Þegar við prófum eitthvað nýtt, jafnvel nýja íþrótt verðum við spennt og opin fyrir því að læra. Við ögrum okkur sjálfum. Settu niður á blað nokkrar hugmyndir að hreyfingu eða áhugamál sem þú hefur aldrei prófað áður. Veldu eina hugmynd og farðu svo af stað.

4. Komdu fram við vini þína eins og fjölskyldu

Hugsaðu um þrjá bestu vini þína og horfðu á þá eins og systkini þín. Byrjaðu nýja fjölskyldusiði með þeim og bjóddu þeim að vera með þér á stórhátíðum og við önnur tilefni sem ber að fagna..

5. Borðaðu hægt

Það er ekki góður siður að skófla í sig mat á stuttum tíma. Sums staðar í heiminum er fólk meira að segja litið hornauga ef það er að borða á hlaupum. Að borða hægt hjálpar okkur ekki bara að borða minna heldur eykur það líka ánægjuna og upplifunina við þessa athöfn.

6. Gerið það saman

Með því að bjóða vinum þínum með þér þegar þú gerir eitthvað, eins og að stunda áhugamálin, deilir þú reynslunni og upplifuninni með þeim og það bindur ykkur sterkari böndum. Hugsaðu um það sem þú gerir á hverjum degi og pældu í því . . . LESA MEIRA