Fara í efni

FLOTTUR NÝR LEIKUR – Við gefum hljóðbókina MÁTTUR VILJANS eftir Guðna Gunnarsson

FLOTTUR NÝR LEIKUR – Við gefum hljóðbókina MÁTTUR VILJANS eftir Guðna Gunnarsson

Þið þekkið þetta, Líka við Facebook síðu Heilsutorgs, deila þessum pósti og kvitta undir afhverju þú ættir skilið að fá þessa dásamlegu bók að gjöf.

Við drögum út 2 vinningshafa þann 17. Ágúst n.k

Muna að það skiptir öllu máli að deila. Þú mátt taka þátt eins oft og þú vilt en verður að deila samt í hvert sinn.

Hér er smá innsýn í þessa yndislegu bók:

Kæri lesandi!

Velkominn í þessa bók. Ég treysti því að hugur þinn sé opinn gagnvart þeim málflutningi sem hér fer fram, því ég veit að hjarta þitt er opið. Hjartað er alltaf opið – það þarf aðeins fullt rými til að slá og finna að á það sé hlustað. Ég rita þessi orð fyrir þá sem hafa lesið fjölda öflugra sjálfshjálparbóka með huganum og rökhugsuninni en hafa aldrei leyft hjörtunum að lesa. Þessi bók er fyrir hjörtu sem vilja slá af meiri krafti – hjörtu sem vilja rifja upp vitneskjuna um að þeirra hlutverk sé að skína skæru ljósi. Einfalda ævisagan mín er þessi: Ég var veikur en nú er ég sterkur. Ég var fórnarlamb en nú er ég skapari í eigin lífi. Ég tek fulla ábyrgð á lífi mínu, hvað sem gerist. Í marga áratugi hef ég fengist við mína eigin tilvist og lært af því marga lexíuna. Þar að auki hef ég helgað líf mitt orkuumsýslu – því að hjálpa öðrum með lífsráðgjöf og öðrum aðferðum til að hámarka lífsgæði og velsæld. Af þessari reynslu hef ég dregið nokkurn lærdóm.  

Þessi bók segir frá þeim lærdómi:

Það eina sem við gerum í lífinu er að vilja eða óvilja. Allt er orka og hreyfing og þú getur lifað lífinu viljandi eða óviljandi. En hvorn kostinn sem þú velur þá er ábyrgðin alltaf þín, því það að velja ekki er að velja að vera fórnarlamb.

Valdið er alltaf þitt. Valið er alltaf þitt. Viljinn er alltaf þinn. Mesta þversögn lífsins er að við viljum ekki það sem við höfum, þrátt fyrir að allt sem við höfum, höfum við viljað til okkar. Við viljum ekki vera þar sem við erum – samt fórum við þangað. Þér gæti þótt þetta flókin og erfið bók. Hún fjallar á brattan en kærleiksríkan hátt um hluti sem eru mörgum erfiðir. Ég vil samt hvetja þig til að lesa hana – ekki vegna þess að hún geymi öll svörin heldur vegna þess að hún inniheldur svarið við mikilvægustu spurningu lífs þíns: Af hverju á ég ekki í virku, djúpu og heitu ástarsambandi við mig?

Kærleikur,

Guðni

Allir að taka þátt.