Fara í efni

Ert þú tilbúin til að taka ábyrgð á eigin lífi – Hugleiðing dagsins frá Guðna

Ef ég keyri líf mitt áfram á ályktunum sem ég hef ekki ákveðið fyrir mig þá ber ég samt ábyrgð á þeim. Sá sem er tilbúinn til að taka ábyrgð á eigin lífi – umgengni við heiminn og annað fólk, uppeldi á börnum sínum – sest niður, skoðar ályktanirnar sem hann notar og ákveður hverjum þeirra hann vill breyta í gildi og hverjum hann vill henda beinustu leið í ruslið.
Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni
Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni

Ef ég keyri líf mitt áfram á ályktunum sem ég hef ekki ákveðið fyrir mig þá ber ég samt ábyrgð á þeim. Sá sem er tilbúinn til að taka ábyrgð á eigin lífi – umgengni við heiminn og annað fólk, uppeldi á börnum sínum – sest niður, skoðar ályktanirnar sem hann notar og ákveður hverjum þeirra hann vill breyta í gildi og hverjum hann vill henda beinustu leið í ruslið.  

 

Ályktanir. Lánuð gildi. Hegðun sem við höfum lært fyrir slysni, tekið eftir hjá einhverjum og apað eftir; hegðun sem við höldum að sé rétt og sönn af því að svo margir hegða sér þannig. Hegðun sem við afritum og fylgjum í ósjálfráðum ótta við að vera öðruvísi en hinir.
Við ölum sjálf okkur upp og börnin okkar líka.

„Ekki leika þér með matinn!“ Af hverju ekki? Má ekki vera gaman að borða? „Notaðu hnífapörin en ekki puttana!“

Af hverju?  Má ekki þvo sér um hendurnar og nota guðsgafflana af því að það er þægilegt? Í mörgum löndum borðar fólk með höndunum. Það er ekki náttúrulögmál að nota hnífapör.

Meira frá Guðna Gunnarssyni: 

Velsæld eða vansæld? Hugleiðing dagsins   Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Að vakna til vitundar - hugleiðing dagsins   Ljós er líf, ljós er ást - hugleiðing dagsins í boði Guðna lífsráðgjafa