Fara í efni

Engifer og tómatkjúklingur að hætti Rikku

Þurristið möndlurnar á meðalheitri pönnu og setjið til hliðar. Steikið kjúklingalundirnar og bætið engifer og hvítlauk saman við. Steikið í 2-3 mínútur. Hellið þá sojasósunni, hunanginu og tómatþykkninu saman við, hrærið og steikið áfram í 2-3 mínútur. Hellið vatninu saman við og látið malla í 10 mínútur. Kryddið með salti og pipar og stráið möndluflögum yfir. Berið kjúklinginn fram með hýðishrísgrjónum og gufusoðnu brokkolí.
Engifer og tómatkjúklingur
Engifer og tómatkjúklingur
fyrir 4 að hætti Rikku

600 g kjúklingalundir, skornar í bita
olía til steikingar
1 msk rifið ferskt engifer
2 hvítlauksrif, pressuð
3 msk sojasósa
2 msk hunang
1 1/2 msk tómatþykkni
150 ml vatn
salt og nýmalaður pipar
50 g möndluflögur
 
Þurristið möndlurnar á meðalheitri pönnu og setjið til hliðar. Steikið kjúklingalundirnar og bætið engifer og hvítlauk saman við. Steikið í 2-3 mínútur. Hellið þá sojasósunni, hunanginu og tómatþykkninu saman við, hrærið og steikið áfram í 2-3 mínútur. Hellið vatninu saman við og látið malla í 10 mínútur. Kryddið með salti og pipar og stráið möndluflögum yfir. Berið kjúklinginn fram með hýðishrísgrjónum og gufusoðnu brokkolí.
 
Einnig má sjá fleiri uppskirftir á www.hagkaup.is