Fara í efni

EcoTrail Reykjavík er skemmtilegt utanvegahlaup - 5. júlí

EcoTrail Reykjavík er skemmtilegt utanvegahlaup - 5. júlí

EcoTrail Reykjavík er skemmtilegt utanvegahlaup þar sem allar vegalengdir enda á ylströndinni í Nauthólsvík. EcoTrail Reykjavík fer fram 5. júlí.

Vegalengdir og tímasetningar
82km frá Grindavík, kl. 17:00.
42km frá Krísuvík, kl. 21:00.
22km úr Heiðmörk, kl. 22:00.
12km frá Rauðhólum. Kl. 23:00.  Hér mega tveir skipta á milli sín að skokka um 6+6km, en eru þá ekki í 12 km keppninni heldur almenningskokki og fá EcoTrail þátttökumedalíu.

Leiðirnar eru nánast þær sömu og 2018.

Hlaupin hefjast á föstudagskvöldið 5. júlí. Vonandi bjart sumarveður því ekki er amalegt að hlaupa á móti sólsetri og sólarupprás hjá hlaupurum í lengri vegalengdunum.

Skráning
Skráning í EcoTrail Reykjavik fer fram á hlaup.is.

Verð

Vegalengd   1.1 - 30.4.2019   1 - 31.5.2019   1 - 30.6.2019   1 - 4.7.2019
82 km 18.900 20.900 21.900 25.000
42 km 10.900 11.900 12.900 15.000
22 km 6.900 7.900 8.500 10.000
12 km 4.500 5.500 6.500 7.500

 

Hlaupaleiðir
82 km hlaupið hefst í Grindavík og eftir fyrstu 2km er skokkað upp á rúmlega 200m hátt fellið Þorbjörn, síðan niður vestan megin með stórkostlegt útsýni yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann alla leið til Reykjavíkur og lengra. Síðan er farin stórfengleg leið að Krísuvík, þaðan að Kaldárseli, inn í Heiðmörk og vænn hringur þar, gegnum Rauðhóla, gegnum Norðlingaholt, niður Elliðaárdal á utanvegastígum, inn í Fossvog og endað á ylströndinni Nauthólsvík við hliðina á heita pottinum!

42 km hlaupið hefst við Krísuvík og er farin sama leið og eftir um 40km í 82km hlaupinu.  

22 km hlaupið hefst við Borgarstjóraplanið í Heiðmörk og er hlaupið inná sömu leið og í hinum hlaupunum.

12 km hlaupið hefst við Rauðhóla og er hlaupið inná sömu leið og í hinum hlaupunum.

Öll hlaupin eru að mestu á utanvegastígum með skemmtilegum breytileika, mjúkir stígar, hraun, móar, skógi vaxnir stígar, flatlendi, nokkur skemmtileg fell og útsýni sem eingöngu fæst á Reykjanesi, vonandi í góðu veðri á bjartri sumarnóttu.

Matar- og hvíldarstöðvar
Nestisstöðvar verða alls þrjár í 82 km hlaupinu;

1) eftir um 30 km frá Grindavík. Mönnuð stöð, upphitað tjald.
2) um 20 km eftir fyrstu Nestisstöð.
3) um 20 km síðar, um 11 km frá endamarki. Allar stöðvar verða mannaðar og með upphitað tjald.

Nánari upplýsingar
Eitt markmið EcoTrail er að virða náttúruna og viðhalda henni hreinni. Keppendur skulu ekki henda rusli úti í náttúrunni. Til dæmis verða ruslafötur á drykkjarstöðvum. Heimild er til að vísa keppenda úr keppni verði keppandi vís að því að henda rusli annars staðar heldur en í ruslafötur. Umsjónaraðilar taka ekki ábyrgð á fatnaði, verðmætum, meiðslum eða öðru fyrir, á meðan eða eftir viðburðina.

Við endamarkið í Nauthólsvík verður boðið upp á drykki og næringu. Þar geta þátttakendur og aðrir notað heitar sturtur og aðstöðu á ylströndinni, heita pottinn og kaldan sjóinn til að flýta endurheimt.
Hlauparar sem vilja skilja eftir fatnað við start svæðin skulu setja í bakpoka og merkja með einum númeraða flipanum af hlaupanúmerinu. Pokanum verður svo komið fyrir við endamarkið í Nauthólsvík.

Upplýsingar um leiðirnar og fleira, upphafsstaði, hvernig á að komast á upphafsstaði, komast frá endasvæði og fleira koma á Facebook síðu EcoTrail Reykjavik. Allir þátttakendur fá einnig sendan netpóst með upplýsingum.

Samfélagsmiðlar og heimasíða
EcoTrail International heimasíða með link á EcoTrail Reykjavik.
EcoTrail Reykjavík heimasíða. 
EcoTrail Reykjavik Facebook síða. 
Reykjavík Video 2017.