Fara í efni

Guacamole - pakkað af súperfæði - þetta verður þú að prufa

Eins og Guacamole hafi þurft einhverja aðstoð þegar kemur að hollustu.
Guacamole - pakkað af súperfæði - þetta verður þú að prufa

Eins og Guacamole hafi þurft einhverja aðstoð þegar kemur að hollustu.

En þessi útgáfa er með viðbættri súper dúper sprengju af hollustu sem gerir ídýfuna enn betri og HOLLARI.

Smá viðvörun: Fennel og chilli gera pítu flögurnar hættulega ávanabindani. Þær má einnig gera glútenlausar og bera fram með annarskonar ídýfu.

Uppskrift er fyrir 4-6.

Hráefni fyrir fennel og chilli píta flögur:

3 heilhveiti pítu brauð – mega vera glútenlaus

2 msk af ólífuolíu

1 ½ tsk af fennel fræjum

½ tsk af sjávar salti + auka fyrir guacamole

Stór klípa af þurrkuðum rauðum chilli flögum

Hráefni fyrir guacamole:

2/3 bolli af frosnum edamame baunum

1 bolli af grænkáli

1 hvítlauksgeiri – saxaður smátt

Safi og hýði af 1 sítrónu

2 þroskuð avókadó

1 msk af graskersfræjum – gott að rista þau á pönnu í örstutta stund

Leiðbeiningar fyrir pítu flögur:

Forhitið ofninn í 220 gráður.

Skerið pítubrauðin í tvennt til að búa til tvö þunn lög úr báðum.

Skerið svo þunnu lögin í þríhyrninga.

Dreifið flögum á tvær plötur en muna að nota bökunarpappír, setjið smá olíu á yfir flögurnar. Hristið flögur til að þær séu allar með olíu.

Næst skal merja fennel fræjin með sjávar saltinu og chilli flögum og krydda pítu þríhyrningana með því.

Svo skal baka í 8 mínutur eða þar til flögurnar eru stökkar.

Nú er það guacamole, takið edamame baunir og grænkál og setjið í skál og hellið sjóðandi vatni þar til rétt flæðir yfir.

Setjið til hliðar í 3 mínútur, sigtið og látið kalt vatn renna yfir.

Sigtið vel og setjið í matarvinnsluvél til að mauka saman.

Setjið núna hvítlauk, sítrónusafa og börk í skál. Skerið avókadó vel niður og stappið með gaffli og bætið í skálina ásamt grænkáli og edamame baunum. Ekki spara saltið og blandið vel saman.

Dreifið svo graskers fræjum yfir áður en þetta er borið fram með pítu  flögum.

Njótið vel!