Draumaheimili Jeanette
Það er svo gaman að rekast á fallega hluti á netinu eins og þið hafið sjálfar tekið eftir og þá eru vefverslanir engin undantekning.
Ég rakst á þetta hjá henni Jeanetta á Instagram, en hún er 24. ára og hefur brennandi áhuga á innanhúshönnun og segir sjálf að hún eigi tvær yndislega fallegar dætur. Hún heldur úti dásamlegu Instagram fyrir Drommehjem.com en það er netverslun sem hún rekur í Noregi. Samkvæmt Íslendingum sem eru búsettir þar, þá er hún feikivinsæl á meðal norðmanna.
Ljúft og fallegt inn á baðherbergi með fallegum handklæðum og ilmkertum.

Fallegar bækur á borði með seiðandi kertaljósi á köldu vetrarkveldi, er hægt að hafa það meira kósý?

Allt sem þú sérð á þessu veggborði getur þú fengið í netversluninni, takið eftir hestinum sem er þarna.

Falleg og stílhreint. Kókosteppi á gólfinu og fallegir bakkar á borði.

Tel það fyrir víst að jólagjafalistinn minn sé tilbúinn.

Ótrúlega fallegar glerkrukkur og jólasmákökurnar myndu sóma sér vel í þeim.

Skemmtilega blanda, takið eftir kertastjökunum.
HÉR má svo sjá Instagram síðu Jeanette.
#heilsutorg #heimaerbest
