Fara í efni

6 leiðir þar sem þú getur notað hugleiðslu til að koma jafnvægi á hormónana

Hefur þú einhvern tímann prufað að standa á mjórri línu?
6 leiðir þar sem þú getur notað hugleiðslu til að koma jafnvægi á hormónana

Hefur þú einhvern tímann prufað að standa á mjórri línu? Það tekur þig örfínar hreyfingar til að halda jafnvægi svo þú dettir ekki.

Ef þú lyftir öðrum fæti of hátt þá þarftu að passa upp á jafnvægið með handleggnum, öll líkamshreyfing þarf að taka tillit til annarra hreyfinga líkamans, því ef ekki, þá dettur þú.

Líkaminn okkar er að mörgu leiti einmitt svona.

Frumur í líkamanum eru stöðugt að endurnýja sig og vinnslan í líkama okkar er ávallt að laga sig að þeim kringumstæðum sem við erum í. Móðir náttúra var vitur þegar hún hannaði líkamann svo hann væri alltaf í stöðugu jafnvægi til þess að geta veitt okkur þá orku, lífsþrótt og úthald sem við þurfum daglega.

Sem dæmi, hugsaðu um það sem gerist þegar þú ferð í sána. Okkar náttúrulega kælikerfi (svitinn) fer í gang til að lækka líkamshitann og halda honum köldum. Ef við myndum ekki svitna þá líður yfir okkur á mjög skömmum tíma.

En hvað gerist þegar kerfi líkamans fer í tómt rugl? Hvað gerist þegar þú ert búin að vinna allt of mikið og það eina sem þú borðar er á hlaupum?

Jú, mikið rétt, þú verður stressuð! Og á stuttum tíma getur þetta stress algjörlega farið með líkamann í rússíbanareið – og þá erum við að tala um hormónana.

Hér að neðan eru sex leiðir þar sem hugleiðsla getur hjálpað þér að koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans.

1. Hugleiðsla heldur hýdrókortisón og adrenalíni í lagi

Fyrir þúsundum ára, ef við hefðum verið elt af Saber tenntum tígra hefðu líkamar okkar losað um stress hormoið hýdrókortisón og adrenalín til þess að gefa okkur auka styrk og hraða. Þessi viðbrögð líkamans eru til að við getum náð meiri hraða svo við getum flúið og hættur eru þessi viðbrögð víruð í okkar líkama, það gefur okkur styrk til að verjast og komast í burtu frá hættum sem að steðja. Um leið og hættan er liðin hjá þá fer líkaminn aftur í afslappaða stöðu.

En í dag þá kvikna þessi sömu viðbrögð gagnvart mörgum mismunandi aðstæðum, má nefna þjófavarnarkerfi í bíl, yfirmaðurinn kemur með verkefni sem þarf að klára strax en vinnudagurinn er næstum búinn, eða grenjandi börn í eldhúsinu.

Það þarf ekki að vera stórhættulegt skrímsli nálægt, en það eru ansi margar ástæður í heiminum í dag sem örva þessi viðbrög og erta upp stresshormónana.

Þegar þetta gerist þá fer hjartað á fullt sökum auka adrenalíns í blóðinu og blóðþrýstingur hækkar, á meðan hýdrókortisón eykur sykur í blóði, líkaminn lækkar stöðuna á ónæmiskerfinu og bælir niður meltinguna. Allt þetta samanlagt eykur mikið á stress í líkamanum og hefur mikil og slæm áhrif á heilsuna.

En með hugleiðslu þá lækkar þú hýdrókortisón og adrenalín í líkamanum, kemur lagi á blóðþrýstinginn og hjartsláttinn. Hugleiðslan er eins og mótefni gegn stressi sem að nútíma heimurinn er ávallt að espa upp.

2. Hugleiðsla bætir skapið með serotonin og oxytocin

Þegar þú hugleiðir þá losar heilinn um uppáhalds hormónana okkar, serotonin og oxytocin.

Serotonin ber ábyrgð á að halda skapinu í jafnvægi og það má finna í flest öllum þunglyndislyfjum. En líkaminn okkar framleiðir þetta efni og þá sérstaklega ef við stundum hugleiðslu reglulega.

Oxytocin er einnig þekkt sem ástar hormónið, eykur á vellíðan sem tengja má við rómantík og samkennd. Þannig að þegar þú hugleiðir þá finnur þú fyrir meiri ást og tengist betur fólkinu í þínu lífi.

3. Hugleiðsla eykur á melatonin í líkamanum sem hjálpar okkur að sofa betur

Melatonin er hormón sem stjórnar svefninum. Líkaminn hefur sína eigin innri klukku sem stýrir því hversu mikið hann framleiðir af melatonin.

Þegar við erum stressuð þá minnkar melatonin í líkamanum. Þess vegna er erfiðara að sofna þegar líkaminn er stressaður. Sem betur fer má auka á framleiðslu melatonin með hugleiðslu og ná þannig góðum nætur svefni.

4. Hugleiðsla bætir einbeitingu með því að auka á dopamine

Dopamine er hormón sem hjálpar líkamanum að stjórna heilanum og örvar ánægju svæði heila. Það vinnur eins og upplýsinga filter sem hjálpar heilanum að undirbúa sig fyrir sem besta framistöðu. Dopamine bætir einnig minnið, athygli okkar og hvernig við leysum vandamál – allt er þetta mikilvægt.

Ef þú vilt bæta þig í þessu öllu þá getur þú hjálpað líkamanum með hugleiðslu til að auka á dopamine framleiðsluna.

5. Hugleiðsla heldur þér yngri lengur með því að auka á framleiðslu DHEA og efni sem svipar til insúlíns.

Til að útskýra á einfaldan hátt, þessi hormón spila mikilvægt hlutverk þegar kemur að stressi og að eldast – já, þú skilur kannski hvert við erum að fara með þetta en þegar þú ert stressuð þá minnka þessi efni í líkamanum.

Þessi hormón geta ekki einungis dregið úr bólgum og þrota, þá hjálpa þau einnig til við að draga úr öldrun fruma í líkamanum.

Þegar við hugleiðum þá losum við um hormón sem vinna með okkur og vinna á móti stressi og draga úr líkum á ótímabærum dauða.

6. Hugleiðsla kemur jafnvægi á kynlífshormónana

Hefur þú einhvern tímann tekið eftir því hvernig kynhvötinn hverfur þegar stressið hefur tekið yfir? Það síðasta í þínum huga er kynlíf. Ástæðan fyrir þessu er sú að líkaminn heldur að hann sé í hættu (mannstu Saber tennta tígrisdýrið?) þegar líkaminn heldur að hann sé í hættu þá fer hann beint yfir í það að passa uppá að komast af.

Þetta ástand rífur upp hýdrókortisónið og breytir framleiðslu á kynlífshormónum.

Að hugleiða lækkar strax hýdrókortisón í líkamanum og kemur þér í stuð, þ.e í rúminu.

Já, hugleiðsla er ekkert bull, allir ættu að hugleiða nokkrum sinnum í viku.

Heimild: mindbodygreen.com