Fara í efni

Bannað að geyma alla hanana og hænurnar í sömu körfunni

Það er vitur­legt að dreifa á­hættu og halda uppi fullu þjónustu­stigi fyrir­tækja og stofnanna sama hvert verk­efnið er hverju sinni.“ Þetta segir Tóm­as­ Hilm­ar Ragn­ars­­son­, fram­­kvæmda­­stjóri Regus, í sam­tali við Frétta­blaðið. Regus rekur fjóra skrif­stofu­kjarna hér á landi og hefur yfir að ráða á þriðja hundrað skrif­stofur sem bæði ein­staklingar og fyrir­tæki hafa nýtt sér í auknum mæli. Þá hefur hin skæða og al­ræmda kóróna­veira haft á­hrif á rekstur Regus en með heldur öðrum hætti en önnur fyrir­tæki hafa fengið að kynnast. Þannig hefur þurft að setja heilu fyrir­tækin í sótt­kví en á­hrifin kóróna­veirunnar á Regus er þó með nokkuð öðrum hætti.
Regus rekur nokkra skrif­stofu­kjarna
Regus rekur nokkra skrif­stofu­kjarna

Það er vitur­legt að dreifa á­hættu og halda uppi fullu þjónustu­stigi fyrir­tækja og stofnanna sama hvert verk­efnið er hverju sinni.“

Þetta segir Tóm­as­ Hilm­ar Ragn­ars­­son­, fram­­kvæmda­­stjóri Regus, í sam­tali við Frétta­blaðið. Regus rekur fjóra skrif­stofu­kjarna hér á landi og hefur yfir að ráða á þriðja hundrað skrif­stofur sem bæði ein­staklingar og fyrir­tæki hafa nýtt sér í auknum mæli. Þá hefur hin skæða og al­ræmda kóróna­veira haft á­hrif á rekstur Regus en með heldur öðrum hætti en önnur fyrir­tæki hafa fengið að kynnast. Þannig hefur þurft að setja heilu fyrir­tækin í sótt­kví en á­hrifin kóróna­veirunnar á Regus er þó með nokkuð öðrum hætti.

Fyrir­tækja­eig­endur hafa leitað til Tómasar sem nú býður fyrir­tækjum hér á landi fram að­stoð sína vegna veirunnar. Tómas segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hin ýmsu fyrir­tæki hafi gert samninga við Regus og þannig fengið að­gang að skrif­stofu­að­stöðu hjá Regus til bráða­birgða, í þeim til­gangi að fyrir­tækin geti haldið á­fram rekstri eins og ekkert hafi í skorist.

Tómas býður fyrir­tækjum að vera með hluta af rekstrinum hjá Regus, þannig sé starf­semin á tveimur stöðum og á­hættunni dreift. Ef ein starfstöð þarf að fara í sótt­kví getur hin haldið ó­trauð á­fram. Fyrir­tæki sem hafa leitað til Tómasar eru meðal annars fjár­mála- og þjónustu­fyrir­tæki sem þurfa að halda uppi starf­semi allan sólar­hringinn.

„Það er vitur­legt að dreifa á­hættu og halda uppi fullu þjónustu­stigi fyrir­tækja og stofnanna sama hvert verk­efnið er hverju sinni,“ segir Tómas og bætir við að hann búist við að fleiri fyrir­tæki komi sér upp að­stöðu hjá Regus. Hann bætir við: „Með því að setja upp tíma­bundið aðra starfs­stöð, fyrir hluta starfs­fólks, þá má minnka líkur á því að rof komi í þjónustu fyrir­tækja og stofnana. Þarna á ný­yrðið vel við að geyma ekki alla hananna og hænurnar í sömu körfunni.“