Flæði melamíns yfir mörkum í diskasetti fyrir börn
											Matvælastofnun varar við diskasetti fyrir börn vegna of mikils flæðis melamíns úr settinu yfir í matvæli. Skjaldbaka.is hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum evrópska viðvörunarkerfi RASFF. Í reglubundnu markaðseftirliti í Frakklandi var athugað hversu mikið melamin fór úr vörunni í matvæli og reyndist magnið vera 2,9 mg/kg (ppm). Samkvæmt löggjöf um matvælasnertiefni má flæði melamín úr efnum og hlutum sem ætlað er að snerta matvæli ekki fara yfir 2,5mg/kg (ppm).
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðsulotu:
- Vörumerki: Vulli - Sophie la girafe
 - Vörulína: So Pure
 - Vöruheiti: Coffret repas naturel, Natural Meal time set
 - Vörulýsing: Diskasett úr plasti sem samanstendur af diski, skál, bolla og skeið
 - Strikanúmer: 3056562201246
 - Lotunúmer: 897275
 - Framleiðsluland: Kína
 - Innflytjandi: Skjaldbaka.is
 - Dreifing: www.heimkaup.is og Lyf & Heilsa
 
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar má nálgast hjá skjaldbaka.is, s. 8476630 eða í tölvupósti: skjaldbaka@skjaldbaka.is.
Ítarefni

