Fara í efni

BVI stuðullinn hinn nýji BMI stuðull

BMI stuðullinn eða body mass index er mikið notaður í lýðheilsuvísindum til að skipta fólki í flokka eftir líkamsbyggingu.
BVI stuðullinn hinn nýji BMI stuðull

BMI stuðullinn eða body mass index er mikið notaður í lýðheilsuvísindum til að skipta fólki í flokka eftir líkamsbyggingu.

Stuðullinn tekur mið af hæð og þyngd viðkomandi og með einungis þessar takmörkuðu upplýsingar er fólk skipað í offitu, ofþyngdar, kjörþyngdar og of léttan flokk.

Margir hafa gagnrýnt þennan stuðul þar sem hann tekur hvorki tillit til líkamsbyggingar né fitudreifingar hjá einstaklingum.

Sem svar við þessum ónákvæma stuðli opinberaði Mayo Clinic nýja leið til að meta líkamsástand einstaklinga, BVI eða body volume indicator. Þessi stuðull skoðar rúmmál maga sem hlutfall af heildarrúmmáli líkamans og nýtir það sem vísbendingu um líkamlegt ástand.

Fjöldi rannsókna hafa nefnilega sýnt fram á tengsl milli fitusöfnunar á magasvæði og sjúkdóma á borð við hjarta og æða-sjúkdóma, sykursýki eða aðra kvilla tengda offitu. Þrátt fyrir að hafa ítrekað séð tengls þess efnis vita fræðimenn ekki hvers vegna það getur verið neikvætt að safna fitu á magasvæðið. Mögulega er aukin fita á magasvæði vísbending um fitusöfnun í kringum líffæri sem geta þá hugsanlega ekki starfað fullkomlega.

Hverju sem því líður telja sérfræðingar innan Mayo Clinic og stamstarfsaðilar að BVI muni nýtast mun betur í því hlutverki sem BMI stuðullinn hefur gengt síðastliðin ár. Tíminn mun líklega leiða það í ljós hversu heppilegur BVI stuðullinn er. Eitt er þó víst, að sá stuðull sem við höfum notað hingað til, virkar ansi illa fyrir einstaklinga sem skilgreining á líkamlegu ástandi.

Grein af vef hvatinn.is