Fara í efni

Brjóstahaldari sem passar illa getur skaðað þig

Ef brjóstahaldarinn þinn passar illa getur það skaða þig. Vissir þú að um 80% kvenna eru í rangri stærð af brjóstahaldara?
Passaðu upp á að vera í réttri stærð af haldara
Passaðu upp á að vera í réttri stærð af haldara

Ef brjóstahaldarinn þinn passar illa getur það skaða þig. Vissir þú að um 80% kvenna eru í rangri stærð af brjóstahaldara?

Frekar skelfileg staðreynd, en þú hugsar kannski "hvað með það"?  En þetta ætti að taka alvarlega. Brjóstahaldari sem passar illa gæti orsakað heilsutengd vandamál sem koma þér væntanlega á óvart.

Höfuðverkur og bakverkir er ekki eitthvað sem ætti að hundsa. En ég krækti af mér haldaranum og fór ofan í málið.

Þekktu þinn brjóstahaldara.

Ef þú hefur orðið vör við þessi vandamál, eins og höfuðverk og bakverki, þá ertu í rangri stærð af brjóstahaldara.

- Hlýrarnir á haldaranum þrengja óþæginlega á öxlunum

- Brjóstin á þér flæða upp úr skálunum

- Vírarnir eða parturinn undir skálunum er óþæginlega oft komin upp á mitt brjóst

Er stundum erfitt að anda?

Ef brjóstahaldarinn er það þröngur eða ef undir vírarnir passa ekki fullkomlega á brjóstbeinið þá gætir þú fundið fyrir þeirri tilfinningu að það er erfitt að draga djúpt andann.

Meltingatruflanir.

Of þröngur brjóstahaldari getur orsakað meltingatruflanir. Ef hann er of þröngur um þig miðja þá getur flæði matarins stíflast á leiðinni ofan í maga.

Bakverkir.

Röng stærð af brjóstahaldara þar sem bandið með krækjunum á bakinu skerst inn í bakið getur orsakað bakverki. Það sama á við um hlýrana, skerist þeir ofan í axlirnar á þér þá þarftu að hugsa þinn gang og fá þér stærri haldara.

Hokin í baki?

Ef þú stendur þið stöðugt að því að vera hokin í baki þá er orsökin oft of lítill og þröngur brjóstahaldari.

Marblettir eða djúp för.

Brjóstahaldari sem passar illa getur heft blóðrennsli og súrefni til ákveðinna líkamshluta. Einnig getur of þröngur haldari orsakað það að þú ert með rispur undan honum.

Verkir í brjóstum.

Takmarkað rennsli blóðs í bróstin sökum of lítils brjóstahaldara er ekkert grín. Og næsta vandamál er alvarlegt.

Brjóstakrabbamein.

Of þröngur haldari takmarkar flæði eitla um brjóstin, þetta gerir það að verkum að eiturefni safnast saman í brjóstunum á þér og getur orsakað brjóstakrabbamein.

Höfuðverkur.

Brjóstahaldari of þröngur. Blóðflæðið ekki í lagi. Skortur á súrefni. Allt þetta orsakar höfuðverk.

Það er afar mikilvægt að vera í réttri stærð af brjóstahaldara, svo ég tali nú ekki um ÞÆGINLEGRA. 

Heimildir: healthmeup.com