Fara í efni

Bjórvömbin er banvæn

Karlar sem skarta ístru, svokallaðri bjórvömb, eru í meiri lífshættu en fólk sem er í mikilli yfirþyngd. Samkæmt nýrri rannsókn er alls engin líftrygging að vera í góðu formi fyrir utan það að vera með bumbu. Sama á við um konur með bumbu þótt dauðsföll hjá þeim séu ekki jafn algeng og hjá körlunum.
Bjórvömbin er banvæn

Karlar sem skarta ístru, svokallaðri bjórvömb, eru í meiri lífshættu en fólk sem er í mikilli yfirþyngd.

Samkæmt nýrri rannsókn er alls engin líftrygging að vera í góðu formi fyrir utan það að vera með bumbu.

Sama á við um konur með bumbu þótt dauðsföll hjá þeim séu ekki jafn algeng og hjá körlunum.

Þetta eru mikil ótíðindi fyrir bumbulíusana vegna þess að eins og alkunna er þá er of feitu fólki hættara en öðrum við því að fá hjartaáfall, sykursýki, heilablóðfall og jafnvel krabbamein. Og bjórvömbinn eykur enn frekar hættuna á þessum sjúkdómum, þótt líkaminn sé að öðru leyti í góðu ástandi.

Magaspikið er varhugavert þar sem fitan þar teygir sig djúpt inn í líkamann og umvefur mikilvæg líffæri. Lifrin gengur á þessa innri umframfitu og breytir henni í kólestról sem lekur út í blóðrásina þar sem hún safnast fyrir í æðunum. Þetta skapar vitaskuld hættu á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Þessi fita eykur einnig líkurnar á að fólk myndi með sér sykursýki 2.

BMI-stuðullinn og vigtin segja því síður en svo alla stöðuna og þeir sem eru í kjörþyngd og með stælta útlimi eru síður en svo hólpnir ef þeir eru með bumbu. Þá finnast með þessum mælingum engar gildar afsakanir fyrir því að vera ekki duglegur að hreyfa sig og huga að mataræðinu.