Astmi og íţróttir

Áreynsluastma ţekkja flestir astmasjúklingar. Astmaeinkenni koma oft í ljós innan nokkurra mínútna eftir ađ ţú reynir á ţig líkamlega. Slík einkenni geta veriđ býsna kröftug.

Ekki er vitađ nákvćmlega hvađ veldur áreynsluastma. Vitađ er ađ áreynsla í köldu lofti veldur oft meiri einkennum en áreynsla í hlýju og röku lofti. Sund er t.d. góđ hreyfing fyrir flesta astmasjúklinga og veldur sjaldan áreynsluastma. Nokkrir astmasjúklingar međ ofnćmi eiga ţó erfitt međ ađ ţola klórinn í sundlaugum.

Međ hjálp ţeirra astmalyfja sem nú bjóđast geta langflestir astmasjúklingar tekiđ ţátt í íţróttum og öđrum líkamlega krefjandi störfum rétt eins og annađ fólk. Áríđandi er ađ taka berkjuvíkkandi, innönduđ lyf nokkrum mínútum áđur en áreynsla hefst og ţá geta lyfin verndađ gegn áreynsluastma í nokkrar klukkustundir. Núorđiđ fást lyf sem geta veitt vernd gegn áreynsluastma í allt ađ 12 klst.

Margir astmasjúklingar stunda íţróttir af kappi, jafnvel sem keppnisíţróttir. Ţađ á ađ heyra sögunni til ađ astmaveik börn geti ekki tekiđ ţátt í leikjum annarra barna eđa megi ekki vera í leikfimi eđa íţróttum. Nokkrar grunnreglur ţarf ţó ađ hafa í huga varđandi áreynslu, einkum hvađ varđar astmaveikt fólk:

Hćg og róleg upphitun í a.m.k. 10-15 mínútur skiptir meginmáli fyrir fólk međ áreynsluastma. Snögg áreynsla er óheppileg. Ef byrjađ er međ of miklum látum er mjög hćtt viđ einkennum.

Stuttar skorpur međ hvíld á milli.
Íţróttir sem ekki krefjast langvarandi áreynslu eru heppilegastar. Áreynsla, jafnvel mikil áreynsla í stuttan tíma og síđan rólegri tímabil inn á milli er heppilegra form. Ţannig má forđast ađ einkennin komi fram. Ekki keyra sig alveg út. Góđ ţumalfingursregla er ađ viđ áreynslu fari púlsinn ekki yfir 180 slög mínus aldur viđkomandi. Ţrítug manneskja međ áreynsluastma ćtti ţví ađ forđast ađ fara yfir 150 í púls viđ áreynslu. 10 ára barn má fara uppí 170 slög. Fari fólk yfir ţessi mörk er hćttara viđ einkennum.

Rćddu viđ lćkninn ţinn um hvađa lyf kunni ađ koma ađ bestu gagni stundir ţú mikla hreyfingu eđa íţróttir. Flest algengustu, innönduđu astmalyfin sem eru á markađi hér á landi eru leyfileg til notkunar í keppnisíţróttum. Keppir ţú í íţróttum og notir astmalyf, getur ţú ţurft ađ framvísa lćknisvottorđi um ađ ţú ţurfir ađ nota viđkomandi innöndunarlyf, og tilkynna mótshaldara um lyfjanotkunina.

Frekari upplýsingar um hvađa lyf er óleyfilegt ađ nota í tengslum viđ ćfingar eđa keppni í íţróttum og reglur um lyfjaeftirlit í íţróttum er ađ finna á vefsíđum Íţrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Birt međ góđfúslegu leyfi Astma- og ofnćmisfélag Íslands

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré